Kokhraustur þrátt fyrir falleinkunn Vinstri stjórnarinnar.Steingrímur J. telur lítið að marka álit kjósenda.

Alveg var stórkostlegt að heyra í Steingrími J. þegar hann var beðinn að segja álit sitt á niðurstöðu skoðunarkönnunar,sem sýnir að Vinstri stjórnin nýtur stuðnings minnihluta þjóðarinnar.Það er eins og Steingrímur J. geti hreinlega ekki skilið að þjóðin hefur fullan rétt á því að kjósa það sem hún vill. Við þurfum ekki að taka upp kerfi þar sem aðeins einn flokkur er í framboði og ekkert val.

Auðvitað er skoðanakönnun ekki hinn endanlegi dómur en gefur ákveðnar vísbendingarhvernig landið liggur. Þarf einhver að vera undrandi á því að þjóðin sé að missa allt traust á Vinstri stjórninni?

Reyndar er merkilegt hve stór hópur er enn tilbúinn að kjósa Vinstri græna,sem eru á móti öllu sem lýtur að atvinnusköpun og framförum.

Það skiptir engu máli hversu Steingrímur J.reynir að yggla sig og skammast útí Sjálfstræðisflokkinn þá hefur hann nú um 18 mánaða skeið fengið tækifæri til að standa við öllu stóru orðin.

Þjóðin er að hafna verkstjórn Jóhönnu og Vinstri stjórninni í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nei, nei... þjóðin er ekki að hafna einu eða neinu... 40% þeirra sem spurði voru svöruðu ekki sem þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn er með svona 24% fylgi... þjóðin er ekki svo heimsk að vilja fá Hrunflokkana aftur, því treysti ég alfarið.

Brattur, 20.3.2010 kl. 10:41

2 identicon

Tóku Sjálfstæðismenn einhverntímann mark á skoðanakönnunum þegar þeir voru í ríkisstjórn og voru með lélegt fylgi?  Ég held þeir ættu bara ekki að segja mikið.

Skúli (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:19

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

"Það skiptir engu máli hversu Steingrímur J.reynir að yggla sig og skammast útí Sjálfstræðisflokkinn þá hefur hann nú um 18 mánaða skeið fengið tækifæri til að standa við öllu stóru orðin."

Það segir sig sjálft að það tekur meira en 18 mánuði að taka til eftir 18 ára óstjórn.

Skríll Lýðsson, 20.3.2010 kl. 19:05

4 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband