Og hvað svo? Verða það sömu andlitin og sömu nöfnin sem stýra öllu viðskiptalífinu áfram.

Þá er þessi stóri dagur að kvöldi kominn. Það er alveg magnað að hafa hlustað á hvernig eigendur og forráðamenn bankanna hafa hagað sér og hreinlega rænt bankana að innan. Lánin og upphæðirnar til eigin nota í lúxus eða fyrirtæki sín og tengdra aðila eru með ólíkindum. Þessum aðilum virðist hafa tekist að blekkja allt og alla eins og kom greinilega fram í svörum Geirs H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.Mkikið af þessum lánum var án nokkura trygginga öðrum en pappírnum sjálfum sem tilheyrðu þeim.

Þá vekur það athygli hversu gífarleg há lán sumir stjórnmálamenn hafa fengið frá bönkunum.Þessi listi sem er birtur er bara yfir þá sem fengu að láni meira en 100 milljónir.

Auðvitað er eðlilegt að spurt sé hvort við lærumeitthvað af öllum þessum óskupum. Er eitthvað sem bendir til þess? Eðlilegt er að margir efist. Enn er verið að ræða um að Baugsmenn geti haldið sínum fyrirtækjum,Ólafur Ólafsson heldur sínu, Pálmi heldur Iceland Express. BjörgólfurThor er enn virkur í viðskiptalífinu, Magnús Kristinssin heldur áfram rekstri og fleiri og fleir mætti nefna.

Samhliða þessu er talað um stórfelldar afskriftir uppá tugi eða hundruði milljarða.

Jón Ásgeir ræður áfram yfir fjölmiðlaveldi sínu.

Verður niðurstaðan virkilega sú að við munum áfram sjá sömu andlitin og sömu nöfnin, sem aðalpersónurnar í viðskiptalífinu,bankakerfinu, útrásinni og fjölmiðlunum.

Við byggjum ekki upp nýtt og betra Ísland á þann hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Sæll Sigurður. Við skulum vona að alþingi sjá sóma sinn í því að inn kalla allar arðgreiðslur þessara manna. Og verði þeim skilað til fyrirtækjana sem þeir stálu þeim frá. (Þegar fyrirtæki skuldar meira en það á. þá er það þjófnaður að borga sér arð.)

Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.4.2010 kl. 00:11

2 identicon

Jón Ásgeir á enn Fréttablaðið, það er satt, en hver er ritstjóri Morgunblaðsins?!

Pétur (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband