Ætlar Ólafur Ragnar að slátra ferðaþjónustunni?

Ólafur Ragnar,forseti, er gjörsamlega fjölmiðlasjúkur. Hann verður sífellt vera í kastljósi fjölmiðlanna og sést ekki fyrir í þeim efnum. Nú hefur Ólafur Ragnar tekið að sér það hlutverk að vera hámenntaður jarðfræðingur og útskýra fyrir heimsbyggðinni að gosið í Eyjafjallajökli sé bara svona smá spýja og það sé nú ekkert miðað við þaðsem er í vændum.

Væntanlega veit Ólafur Ragnar ekki nokkurn skapaðan hlut um það hvort Katla gýs á næstu vikum eða ekki fyrr en eftir nokkur ár. Vísindamenn menntaðir á sviði eldfjalla treysta sér ekki að nefna hvenær Katla muni gjósa.

Þessi yfirlýsingagleði Ólafs Ragnar vekur auðvitað athygli fjölmiðla um heim allan. Afleiðingarnar verða auðvitað þær að erlendir ferðamenn þora ekki að koma til Íslands á næstunni.

Það er vissulega hægt að taka undir með þeim sem segja að skerpa verði hlutverk forseta landsins. Það er óþolandi að hafa forseta sem þykist hafa vit áöllum málum og hefur á undanförnum árum oft á tíðum sagt fáránlega hluti við erlenda fjölmilðamenn og farið langt út fyrir það svið sem eðlilegt er að forsetinn haldi sig við.

Svei mér þá ef Ólafur Ragnar á ekki að bætast í hóp þeirra sem íhuga þurfa vandlega að segja af sér.


mbl.is Gosið nú lítið annað en æfing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allt komið í normið, hægri fóturinn byrjaður að sparka í forsetann aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Finnst þér ekki ástæða til? Eg held að það þyrfti einnig að sparka með vinstri.

Sigurður Jónsson, 20.4.2010 kl. 12:32

3 Smámynd: Njörður Helgason

Ég held að ÓRG sé búinn að grafa sér nógu djúpa holu. Hann hvorki sér upp úr henni eða kemst úr henni.

Njörður Helgason, 20.4.2010 kl. 12:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sagði forsetinn eitthvað annað en vísindamenn hafa sagt? Á ekki að kefla þá? Hefur þjóðin ekki verið á hnjánum undanfarna mánuði að fá fram sannleikann? Er sannleikurinn bara til að græða á honum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 12:37

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Oft má satt kjurt liggja. Stundum þarf að fara varlega.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.4.2010 kl. 12:44

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kötlugos á sögulegum tíma, frá landnámi, eru um það bil 20 talsins. Tíminn sem líður milli Kötlugosa er mislangur, stysti tíminn sem hefur liðið er um 13 ár, meðan sá lengsti er um 80 ár. Gosin hafa varað frá hálfum mánuði upp í 5 mánuði og öll hafist á svipuðum árstíma. Í ár eru 78 ár liðin frá seinasta Kötlugosi og oft er spurt hvort Kötlugoss sé ekki senn að vænta, en því verður látið ósvarað hér. Náttúran sjálf er óútreiknanleg en eitt er víst að með hverju árinu sem líður fækkar um eitt ár þar til næst "bryddir á Barða"

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.4.2010 kl. 12:44

7 Smámynd: Leifur Finnbogason

Í ár eru liðin 92 ár, ekki 78.

Leifur Finnbogason, 20.4.2010 kl. 12:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Benedikt, Katla gaus síðast 1918 fyrir 92 árum. Hélt að allir vissu þetta. Sjá hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 12:52

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Rétt. Ég tók þessar upplýsingar á vefnum og birti hér án leiðréttingar á áratölunni til að sýna hversu erfitt er að spá fyrir um gos.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.4.2010 kl. 12:59

10 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Er engin leið til að fá þennann blaðrandi Bessastabjána til að þegja. Spurningin er: Hvað ætli það líði langur tími þar til enn ein yfirlýsingin kemur frá Bessastaðabjánanum um að það sé rangt eftir honum haft, eða það sem vitnað er til sé slitið úr samhengi? Það liggur við að blaðrið í honum sé farið að valda okkur svipuðu tjóni og Icesafe. En fyrir honum gerir það ekkert til. Aðalatriðið er að komast í fjölmiðla og láta á sér bera. Getur Siðanefnd Alþinis ekki haldið áfram störfum og séð til þess að siðareglur fyrir forsetaembættið verði setta á sem allra fyrst, a.m.k. meðan ÓRG situr á Álftanesinu í boði skattborgaranna.

Tómas H Sveinsson, 20.4.2010 kl. 13:26

11 Smámynd: ThoR-E

Hann elskar að heyra sína eigin rödd. Maðurinn er algjörlega athyglissjúkur.

Búinn að valda okkur miklum skaða og er enn að ....

ThoR-E, 20.4.2010 kl. 13:40

12 Smámynd: Jón Arnarr

Þetta viðtal við forsetann var bara mjög gott og sannleikanum samkvæmt. Okkur verður ekki álasað eftir þetta fyrir að hafa ekki varað við væntanlegum hamförum sem öllum má vera ljóst að eru yfirvofandi.

Jón Arnarr , 20.4.2010 kl. 14:18

13 identicon

Hérna er þetta 'hræðilega' viðtal.

Segir hann eitthvað annað enn komið hefur fram áður ?

http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm

katla (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 15:33

14 Smámynd: ThoR-E

http://visir.is/article/20100420/FRETTIR01/56638825

ThoR-E, 20.4.2010 kl. 15:33

15 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Lengi er búið að spá Kötlugosi og benda á hefðina við gosröð - skv henni ætti Katla að gjósa fljótlega -

Það er hinsvegar álitaefni hvort einhver eigi að auglýsa það sérstaklega erlendis - enda hefur það óneitanlega áhrif á ákvarðanatökur ferðamanna - Ólafur hefur væntanlega ekki á frumkvæið að þessu viðtali - venjan mun vera sú að fjölmiðlar sækjast eftir slíkum viðtölum -

Vissulega eru þetta umdeilanlegar yfirlýsingar - en ég minnist þess ekki að fólk hafi hallmælt honum eða talað um fjölmiðlasýski - eða að honum þætti svo gott að hlusta á eigin rödd þegar hann varð þessa þjóð með kjafti og klóm á með helstjórnin gerði ekkert annað en að berjast á móti hagsmunum þjóðarinnar.

Forseti hefur líka fengið og er enn að fá aðfinnslur og skæting frá sjálfstæðismanninum Steingrími J Sigfússyni og öðrum sjálfstæðismönnum í stjórnarliðinu. Var ekki Axel Jóhann að tala um að Sjálfstæðismenn væru að sparka í forsetannn.

Það hefur farið framhjá mér - og Axel - það að gera athugasemdir við ummæli forseta er ekki það sama og að sparka í hann. Til þess að þau ummæli væru réttlætanleg þyrftu athugasemdirnar að vera rangar - eða misvísandi - í öllu falli ekki sannar.

Ég set spurningarmerki við þessi ummæli hans - ég er EKKI að sparka í hann.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 16:40

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki betur en við séum að mestu sammála í þessu máli Ólafur Ingi. Það vill svo til að það er líka sparkað í forsetann frá vinstri, þar er menn enn fúlir forsetanum fyrir synjun á Icesave ógeðinu.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 17:28

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jú en sjáðu til - þegar vinstri menn eru að sparka eru þeir ekki að sparka - bara tjá sig - ef við tjáum okkur Sjálfstæðismenn - þá er það túlkað sem spark.

Við eigum nefnilega ekki að tjá okkur enda eru vinstri menn ekki mikið fyrir það að heyra sannleikann og hraða sér frá honum hið snaratsta ef þeir detta um hann - sem er sjaldgæft.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 20:24

18 Smámynd: ThoR-E

vinstri menn eða hægri menn ... það breytist ekkert hérna ef þetta flokkabull og metingur hættir ekki.

það er búið að leggja þetta land í rúst, leggja í rúst lífsskilyrði tugþúsunda manna og kvenna og gangi okkur vel að byggja það að nýju .. ef fólk pælir bara í flokkapólitík og hvort sjálfstæðisflokkurinn gerði þetta og VG gerði hitt.

Það er virkilega dapurlegt að horfa upp á flokka vinna gegn hvorum öðrum á alþingi .. í stað þess að reyna að hjálpast að við að koma fólki hér til hjálpar. Ætla ekkert að nefna neinn sérstakan flokk því þetta virðist vera útbreytt í fjórflokkakerfinu.

Valdagræðgi osfrv.

Dapurlegt að horfa upp á þetta, verð nú bara að segja það :Þ

ThoR-E, 21.4.2010 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband