23.4.2010 | 13:05
Enn eitt kjaftshöggið fyrir okkur Sjálfstæðismenn.
Hann er ansi hressilegur mótvindurinn sem við Sjálfstæðismenn stöndum í þessa dagana. Þetta minnir mann bara á fárviðri á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Reyndar þarf það svo sem ekki að koma á óvart að Árni M.Mathiesen fá á baukinn fyrir ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Vinnubrögðin voru slík að það lá beint við höggi og það hreinlega góðu kjaftshöggi. Auðvitað hafa pólitískar ráðningar alltaf viðgengist og gera enn og ekkert síður hjá Vinstri mönnum. En vinnubrögð Árna voru einstaklega augljós og klaufaleg.
Ekki er þessi frétt dagsins til að laga ástandið hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Það eina jákvæða er að Árni M. er ekki engur í pólitíkinni.
Það er alveg ljóst að ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér áfram forystuhlutverk í íslenskri pólitík þarf alvarleg naflaskoðun og uppgjör að fara fram innan flokksins. Vonandi verða svo Alþingiskosningar í haust þannig að fylgismönnum flokksins gefist tækifæri til að velja að nýju á framboðslistana.
Árni og ríkið bótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og heldurðu að eitthvað lagist hjá sjálfstæðismönnum við það? Að láta vanhæft og spillt fólk fara svo jafnvel vanhæfara og spilltara geti tekið við??
Nostradamus, 23.4.2010 kl. 13:13
Ég held að allir flokkar eigi nú að taka til og endurnýja hjá sér. Annars fer fólki sem ekki mætir á kjörstað fjölgandi. Ég vil nú ekki vera svona neikvæð eins og Nostradamus. Við eigum fjöldann allan af góðu fólki..Nú er bara brýnt að skýra vel út stefnur flokka og gera þær augljósar fólki.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.4.2010 kl. 13:32
Bragð er af þegar Sigurður sér og finnur.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.4.2010 kl. 13:33
Það sem slær mig mest er að þú ert enn í sjálfstæðisflokknum... þetta heitir að berja hausnum við stein gamli minn.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 13:47
Árni fór kanski full geyst í þessa ráðningu - mér likar samt ekki þegar föður hans er blandað í þetta mál allt, vitið þið um föður sem ekki leggur börnum sínum aðstoð ekki það þó að svo hafi verið hér, veit bara ekkert um það - en sótti þessi "drengur" ekki um þetta starf sem og annað frambærilegt fólk ?
Jón Snæbjörnsson, 23.4.2010 kl. 14:37
Þessi afgreiðsla Árna Matt yfirgekk allt sem fram að því hafði sést við embættaveitingar. Siðleysið var fullkomið. Engin ástæða var til að kanna eitt né neitt, því að umsækjandinn var sonur dýrlings og hafði auk þess unnið fyrir Bjössa dómsmála og það lá ljóst fyrir hvað þeir Bjössi dómsmála og dýrlingurinn hefðu viljað og þá þurfti ekkert að kanna. Ég er sammála Sigurbjörgu um það að við eigum fullt af góðu fólki. Hins vegar er staðreyndin sú, að góða fólkið forðast stjórnmálin og spillinguna eins og heitan eldinn. Þess vegna eru yfirgnæfandi líkur á því að þeir sem láta dragast til að vera í framboði, séu veikir á svellinu og falli í rotþróna sem allir hinir sitja í upp fyrir nef. Það er ófögur mynd, en svona skynja margir stjórnmálin. Rotinn pyttur. Það gildir fyrir alla flokka.
Magnús Óskar Ingvarsson, 23.4.2010 kl. 14:43
Mér finnst skrítið að dómstólar skuli sjálfir geta tekið afstöðu til niðurstöðu sinnar. Ekki gleyma því að það voru menn úr dómskerfinu sem sátu í nefndinni sem meta átti hæfi og veita RÁÐLEGGINGU um hæfni einstaklinga. Mögulega er þetta bara paranoia í mér en getur hugsast að dómur þessi sé ekki óbjagað mat á sekt. Þorsteinn Davíðsson var metinn hæfur af nefndinni sem er eina skilyrðið fyrir að vera ráðinn. Svo er það ráðherrans að meta heilt yfir alla þá sem er metnir hæfir og mjög vel hæfir. Yrði það gert skilyrt að ráðherra yrði að skipa þann sem dómstólar úrskurðuðu hæfa er hætt við að myndast myndi elítu klíka í kringum dómstólana. Þeir gætu t.a.m. minnkað fjölda þeirra sem metnir eru 'vel hæfir' niður í 1 og þannig gulltryggt að framkvæmdavaldið fari að vilja dómstólanna. Svo er náttúrulega hin hliðin á peningnum að þessi tengsl séu óheppileg. Mögulega væri besta lausnin að skipa nefnd lögfróðra einstaklinga, alls óháða dómstólum, sem átti að sjá um ráðningar. Ég hef litla trú á kosningu í þessum efnum.
Blehh (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:08
Þessi ráðning var/er bara dæmi um hvað Ísland er gegnsýrt af spillingu og þar fer Sjálfstæðisflokkurinn líklega fremstur í flokki. Tindátar Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári ásamt fleirum, vörðu þessa ráðningu á sínum tíma. Það hefðu þeir eflaust líka gert ef hundurinn hans Davíðs hefði verið skipaður í þetta embætti.
Eftir höfðinu dansa limirnir. Það er ekki furða að spilltasta ríki hins vestræna heims og þó víðar væri leitað, rambi núna á barmi gjaldþrots. Spillingin grasserar enn sem aldrei fyrr í kringum bankana og skilanefndirnar sem og á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á Íslandi á næstu misserum en helst vildi ég gera það úr hæfilegri fjarlægð. Kreppan er rétt að byrja.
Guðmundur Pétursson, 23.4.2010 kl. 15:30
eigum við að snúa okkur að nútímanum!! hverjir eru í stjórn núna, VG og Samfylkingin, tær vinstri stjórn, og hvað hefur breyst? EKKERT.... er ekki búið að ráða yfir 50 manns í ráðuneytin án auglýsinga?? á örskömmum tíma, ef þetta heldur svona áfram, þá þurfa þessir flokkar að leita utan landsteinana til að finna fleiri flokksgæðinga
Siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:45
Svo að vitnað sé til orða Styrmis Gunnarssonar, "...þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta." Sennilega segir þetta allt sem segir þarf.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:49
Þetta vörðu nú þið sjallar á sínum tíma - hver einnn og einasti og eydduð drjúgum stundum í það.
Þið sáuð nákvæmlega ekkert athugavert við þessa spillingu ! Ekki frekar en aðra spillingu sjallaflokks sem á endanum rústaði landinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2010 kl. 17:27
Já við verðum að taka til á Landsfundi komanda og skipta um forrystu, blása svo til sóknar og ná vopnum okkar í næstu kosningum sem vonandi verða fljótlega.
Óskar (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.