Það styttist í sveitarstjórnarkosningar.

Nú eru aðeins 27 dagar þar til kosið verður til sveitastjórna landsins. Ekki fer enn mikið fyrir kosningabaráttu en hún er væntanlega að fara af stað af fullum krafti. Margir hafa áhyggjur af því að kosningaþátttraka verði dræm. Almenningur hefur fengið sig fullsaddan af pólitíkinni á síðustu mánuðum og ekki jókst trú manna á stjórnmálunum eftir útgáfu rannsóknarskýrslunnar.

Það eru miklar líkur til þess að afstaðan til stjórnmálaflokkanna á landsvísu komi til með að hafa áhrif í sveitarstjórnarkosningunum. Ef maður lítur aftur í tímann þá gerist það árið 1978 að staða Sjálfstæðisflokksins var mjög slæm á landsvísu. þetta hafði gífurleg áhrif í sveitarstjórnarkosningunum það ár. Alls staðar varð verulegt fylgistap hjá D lista nema í Vestmannaeyjum og Grundarfirði. Þetta ár tapaðist t.d. meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í fyrsta skipti.

Nú er spurning hvort þetta fylgistap D-lista verður aftur raunin í kosningunum í lok maí. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins munu örugglega reyna að benda á að refsa verði Sjálfstæðismönnum í sveitarstjórnum ekki síður en í Alþingiskosningum. Auðvitað má segja að það sé ansi ósanngjarnt því víðast snúast málefnin um einstök mál í hverju sveitarfélagi.

 Í mörgum minni og meðalstórum sveigtarfélögum eins og t.d. hér í Garðinum snúast málin ekki um flokkapólitík heldur um hverjum við treystum best til að halda á hagsmunum sveitarfélagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband