Enn eru það kúlulán. Hver lánaði Jóni Ásgeiri rúmar 400 milljónir?

Svei mér þá,ég held að margir hafi nú haldið að kúlulán væru úr sögunni miðað við það semá undan er gengið. Nei,ekki aldeilis. Frétt kom um það að Jón Ásgeir hefði nýlega fengið kúlulán uppá rúmar 400 milljónir.Ekki þarf að greiða vexti eða afborganir af láninu næstu 10 árin.

Mikið er talað um háa styrki og lánveitingar til stjórnmálamanna og það gagnrýnt harðlega. Það er óskup eðlilegt  að það sé gert og stjórnmálamenn verði að leggja spilin á borðið.

En hvað með útrásarmann eins og Jón Ásgeir,sem á ansan stóran þátt í öllu hruninu. Kemur okkur ekkert við hvernig hann getur fengi rúmar 400 milljónir lánaðar með kúluláni.Hvernig í óskupunum er þetta hægt?

Einhverra hluta vegna hefur Fréttablaðið ekkert kafað ofaní þetta mál,þrátt fyrir mikla rannsóknarblaðamennsku á þeim bæ. Einhverra hluta vegna hefur Stöð 2 ekki heldur kafað ofaní þetta mál.

Ætli það komi henni Jóhönnu verkstjóra Vinstri stjórnarinnar svo ekki gífurlega á óvart að þetta óskabarn Samfylkingarinnar skuli enn geta notið þeirra forréttinda að fá kúlulán uppá hundruðir milljóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband