Klofnir Sjálfstæðismenn á Álftanesi og Sandgerði.

Sjálfstæðismenn á Álftanesi og Sandgerði ganga til kosninga í tveimur fylkingum. Merkilegt nokk að það skuli gerast í þessum tveimur sveitarfélögum þar sem flokkurinn viðhafði prófkjör.

Prófkjör er mun lýðræðislegri leið til að velja frambjóðendur á lista heldur en það séu fámennar uppstillinganefndir sem raða nöfnum á listann. Oft er það svo fámennur hópur sem samþykkir framboðslistann í sveitarfélaginu,kannski 10 manna fulltrúaráð.Það er ekki einu sinni haft fyrir því að boða til almenns fundar til að fá listann samþykktan.

Nú hefði maður ímyndað sér að vilji kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefði komið alveg skýrt fram í prófkjörunum á Álftanesi og Sandgerði. Samþykki menn að taka þátt í prófkjöri verða þeir að hafa þann þroska að sætta sig við úrslitin þótt þeir nái ekki þeim árangri sem búist var við.

þessi staða er ömurleg fyrir Sjálftsæðisflokkinn í Sandgerði og á Álftanesi.

 


mbl.is L-listi stofnaður á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Bættu Sveitarfélaginu Ölfusi á listann, þar bjóða Sjálfstæðismenn fram tvo lista.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.5.2010 kl. 14:01

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Rétt og kannski eru þau fleiri. Það hefur væntanlega skýsrt í dag.

Sigurður Jónsson, 8.5.2010 kl. 16:55

3 identicon

Það er ákveðin ringulreið og sundurlyndi í samfélaginu. Ekki síst á Álftanesi. Í síðustu kosningum voru tvö framboð. Nú sennilega fimm. Það er of mikið mikið framboð á fólki til flestra starfa. Hér eru líka margir umsækjendur. Svo er að vona að hópur af góðu fólki beri gæfu til að vinna saman að hag samfélagsins.

Skúli Guðbjarnarson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband