Samfylkingin verður að leggja spilin á borðið í Seðlabankastjóra málinu.

Ef Jóhanna forsætisráðherra segist ekki hafa gefið neinj loforð um launakjör Seðlabankastjóra hlýtur annað hvort formaður bankaráðsins að segja ósatt eða Seðlabankastjóri.

Þjóðin á rétt á því að vita sannleikann í málinu. Það er furðulegt hafi einhver í forsætisráðuneytinju gefið loforð ef Jóhanna forsætisráðherra neitar að taka á sig ábyrgðina.

Nú telur Jóhanna sig vera meiriháttar verkstjóra. Það er því furðulegt ef einhver undirmaður í ráðuneytinu gefur út loforð eins og að hækka eigi laun Seðlabankastjóra.

Þetta gengur hreinlega ekki upp.

Samfylkingin verður að leggja spilin á boorðið.


mbl.is „Ég segi sannleikann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Tek undir með þér

Tómas H Sveinsson, 7.5.2010 kl. 19:00

2 Smámynd: Dingli

Einar K Guðfinnsson var að kvarta yfir því fyrir nokkrum dögum, að tvö stórmál á þingi hefðu ekki fengið neina umfjöllun í fjölmiðlum. Ég er honum sammála um að þar var mikill fréttamatur í málum sem skipta nær alla landsmenn máli.

En hvað? Síðustu daga virðast fjölmiðlar "píndir?" til að taka þátt í skrípaleik um hvað hver sagði við hvern hvenær og hafa verið skammaðir fyrir að vera tregir við að taka þátt í dellunni.

Þrír bankastjórar með 20millur á kjaft á ári voru reknir, Nossari á ofurlaunum ráðin, og sennilega hefur einhver sagt við Mása þegar hann tók við, að laun hans yrðu í samræmi við önnur bankastjóralaun í landinu.  Síðan hefur bara margt breyst og hvað hver sagði hvað við hvern hvenær hefur akkúrat ekkert að segja. 

Að Sjallar og rassbítar þeirra skuli hafa tafið þingstörf í tvo daga með því að reyna að þeyta upp moldviðri út af þessu í stað þess sem skiptir máli fyrir land og þjóð er þeim til skammar. Augljóslega höfðu þeir notað kjördæma dagana til að undirbúa upphlaupið, en hefði verið nær að prófa að gera eitthvað af viti.

Kannski voru þeir líka full fljótir á sér að finna sér skúbb, þar sem bullið í þeirri heilögu í gær, vegna handtöku Hreiðars og Magnúsar, var með slíkum ólíkindum að Alþingi verður að taka það fyrir strax á Mánudag.

Dingli, 8.5.2010 kl. 08:28

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er krafa þjóðarinnar að sannleikurinn komi í ljós. Það ætti einnig að vera krafa Samfylkingarfólks, þó sannleikurinn sé sár.

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 08:29

4 identicon

Stóra Seðlabankastjóramálið :-) Fyndin þjóð.

Ólöf Guðný (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 08:33

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru skrítin rök hjá þér Dingli að ekki skiptir máli hvað hver sagði einhvern tímann. Að vísu gæti það verið rétt, en þá verða líka þeir sem sögðu eitthvað eitthvern tímann að gangast við því. Eða á það einungis við um þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks? Er þingmönnum og ráðherrum Samfylkingar og VG heimilt að bulla út í loftið og segja síðan að þeir hafi aldrei bullað?

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 08:35

6 Smámynd: Dingli

Gunnar, það er bara svo margt sagt, gefin vilyrði, athuga hvernig landið liggur þegar að því kemur o. s. f. v. Það er bara ómögulegt að elta ólar við hvað hver sagði við hinn eða þennan, innan stjórnkerfisins eða annarstaðar. Málið er leyst Már fær  13 hundraðþúsundkalla á mánuð og segir það sjálfur fínt þó hann telji sig hafa fengið vilyrði fyrir meiru. Hver gaf það vilyrði ef það var þá gefið væri gaman að vita, en gríðlegur fjöldi mikilvægari verkefna býður Alþingis, en svona húmbúkk.

Gassagangurinn í dellunni er svo mikill, að engan hef ég heyrt spyrja að því hvort seðlabankastjóri hafi verið ráðinn án þess að gerður hafi verið við hann skriflegur ráðningarsamningur. Held að svo hljóti að vera, og getum við þá ekki bara fengið að sjá "nótuna" og um hvað var samið.

Dingli, 8.5.2010 kl. 09:05

7 identicon

Hver trúir þessari samspillingarkellingu sem kann ekki að segja satt

magnús steinar (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 11:05

8 Smámynd: Elle_

Jóhanna Sig. hefur vanist á að ljúga.  Jóhanna hefur logið upp á okkur Icesave-skuldunum í heilt ár um viða veröld og kallar það okkar skuldbindingar.   Konan er forsvari lyginnar og spillingarinnar og hefur líka troðið Anne Shibert inn í Seðlabankann okkar á ofurlaunum til að svíkja og tala Icesave yfir okkur í erlendum fjölmiðlum. 

Elle_, 8.5.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband