Árni bæjarstjóri Reykjanesbæjar er ótrúlega sterkur leiðtogi.

Að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í Reykjanesbæ kemur svo sem ekki á óvart. Árni Sigfússon er ótrúlega sterkur og farsæll leiðtogi. Ekki má heldur gleyma því að hann hefur í kringum sig verulegt öflugt lið. Þótt allt hafi kannski ekki gengið upp hafa kjósendur enga trú á að þeir sem bjóða fram á öðrum listum muni leysa málin betur.

Þetta er frábær árangur hjá Árna og félögum. Ekki er hægt að segja að staða Sjálfstæðisflokksins á landsvísu hjálpi D-listum í sveitarfélögum. Af þeirri ástæðu einni saman er þetta mjög merkilegur árangur hjá Árna og félögum.

Ég flutti á Suðurnesin áeið 1990 og hef bæði vegna vinnu minnar og síðar fylgst með þróun mála í Reykjanesbæ. Undir forystu Árna og Sjálfstæðismanna hefur orðið alveg gífurleg breyting á Reykjanesbæ. Uppbygging mikil og tekið af málum af festu. Árni og félagar hafa reynt eftir fremsta magni að skapa ný atvinnutækifæri þó það gangi hægar en menn vonuðu vegna andstöðu Vinstri stjórnar í landinu.

Það er ekki skrítið að kjósendur í Reykjanesbæ vilji áfram sama meirihluta. Ekki trúi ég því að kjósendur ætli að fara að verðlauna Vinstri græna með því að kjósa fulltrúa þeirra í bæjarstjórn.


mbl.is Fengju meirihluta í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það Sigurður,finnst þér hann virkilega sterkur sem áframhaldandi leiðtogi.?

Númi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 13:19

2 identicon

Halleluja deildin í Valhöll syngur með völdum kór síðuskrifara sem sér blátt 24/7.

Hvernig væri að rifja upp atvikið þar sem keyrt var á barn, ökumaðurinn stakk af. Ekkert hafði verið gert í götunni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa til bæjaryfirvalda um úrbætur.

Hinsvegar hefur Halleljuja kórinn nokkuð til síns máls þar sem vistri helmingurinn er liðónýtur og ekki til forystu fallinn. En um leið og slíkt gerðist að vinstri helmingnum dytti það til hugar að finna sér góðan leiðtoga þá er voðinn vís fyrir Árna og halleljujadeildina.

Veffari (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband