13.5.2010 | 23:16
Er sanngjarnt að refsa Hönnu Birnu í kosningunum?
Pólitíkin getur oft verið ansi furðulegt og oft kemur það fyrir að stjórnmálamanni er refsað hressilega þótt hann eigi það ekki skilið.
Ansi margt bendir til þess að Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fái skell í kosningunum 29.maí n.k.
Það er furðulegt miðað við það að mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík er mjög ánægður með Hönnu Birnu sem borgarstjóra og treystir engum öðrum betur.
Nái D-listinn í Reykjavík ekki góðri útkomu eru litlar sem engar líkur á að Hanna Birna verði áfram borgarstjóri.
Það er nú ansi ósanngjarnt að refsa Hönnu Birnu og Sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir það sem gerðist í landsmálunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Ég held að Reykvíkingar ætli að hafna Sjálfstæðisflokknum vegna endalausra spillingamála sem upp hafa komið inn hans. Þá er sama hvort um er að ræða kosningar til Alþingis eða sveitastjórna. Spillingin hefur grasserað í flokknum og Hanna Birna verður því miður að gjalda þess að vera þar innan borðs. Svona er pólitíkin.
Rannveig Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:02
Vinsældir Hönnu Birnu mældist 35 prósent,það hefur aldrei verið talinn mikill meirihluti kjósenda,sitjandi borgarstjórar hafa yfirleitt mælst með í kringum 60 prósent,þannig að hún á langt í land með að ná því.Bjarni Ben reið ekki feitum hesti í skoðanakönnun,þið verðið að sætta ykkur við að tapa miklu fylgi í næstu kosningum flokkurinn er búinn að gera svo marga ljóta hluti,en flokkurinn mun sigra örugglega í Eyjum.kv
þorvaldur Hermannsson, 14.5.2010 kl. 02:14
Sæll, Sigurður. Kannski er slæmt gengi sjálfstæðisflokks það besta sem fyrir hægri menn getur komið. Vörumerkið er verulega laskað og flokkurinn er farinn að þvælast fyrir markaðsþenkjandi fólki. Gleymum því ekki að hugmyndafræði er aðeins leiðarvísir að markmiðum, árangurinn er fólginn í fólkinu sjálfu. Mannval sjálfstæðisflokksins var því miður ekki nógu gott og hann verður því að bíða síns tíma.
LÁ
Lýður Árnason, 14.5.2010 kl. 05:35
Er ekki glansmynd Hönnu Birnu svolítið fölsk? Fjárhagsstaða borgarinnar sem Hanna gortar sig af er fölsk. Inn í þessa fjárhagsstöðu vantar endurgreiðslu á meira en 100 lóðum, sem borgin mun verða dæmd til að borga. Þetta mun skekkja dæmið verulega.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:10
Það getur enginn neytað því að stjórn Hönnu Birnu á borginni hefur verið styrk. Þeir sem efast um þetta ættu að skoða hvernig stjórnunin var kjörtímabilið á undan og fyrri hluti þessa, eða þangað til Hanna Birna tók við völdum.
Ég vil einnig benda Rannveigu á að skoða spillingarmálin í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar og ekki síst að skoða hvernig núverandi stjórnarflokkar í landsstjórninni haga sér í spillingunni.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2010 kl. 12:17
Sjálfstæðismönnum er mjög tamt að ætla að endurskrifa söguna. Gunnar talar um spillingamál í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar. R-listinn undir stjórn Ingibjargar fékk meirihluta í þremur kosningum í röð. Segir það eitthvað?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:32
Svavar,
Gékk ekki sjálfstæðisflokknum nokkuð vel í kosningum fram að hruni??. Hvað segir það?
itg (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 15:13
Gunnar virðist misskilja orð mín illilega. Ég var ekkert að tala um stjórnun heldur það sem hefur verið að gerast í flokknum. Meira að segja Gunnar ætti að sjá hvernig menn innan flokksins hafa flækst í hvert málið af öðru. Aðrir flokkar voru ekki í minni umræðu en auðvitað væri hægt að segja ýmislegt um fleiri flokka en það var bara ekki verið að ræða um þá. Við þvoum ekki skítinn af Sjálfstæðismönnum með umræðu um núverandi stjórnarflokka.
Rannveig Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.