Furðuleg ráðstöfun í kreppu. Er ekki velferðarstjórn?

Þær eru ótrúlegar áherslurnar sem ríkisvaldið hefur. Loka skal geðdeild í sparnaðarskyni.Nú gæti maður einmitt ímyndað sér að mikið álag væri á geðdeildum miðað við það ástand sem ríkir í landinu.

Það eiga margar fjölsyldur um sárt að binda  vegna hrunsins og því sem fylgir atvinnuleysi og öðrum fylgifislum hrunsins. Einhvern veginn hefði maður nú ímyndað sér að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð léti þetta ekki gerast.


mbl.is Geðdeild lokað í sparnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Staðreyndin er einföld, það gæti engin önnur stjórn en vinstri stjórn gert þetta. Ef hægri stjórn myndi voga sér eitthvað í líkingu við þetta yrði allt vitlaust í þjóðfélaginu. Vegna þess að þetta kemur frá vinstri stjórn þá er allt í lagi.

Þetta á einnig við um aðrar þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað, skerðingu til aldraðra, öryrkja og heilbrigðiskerfisins. Við getum ímyndað okkur lætin ef hægri stjórn stæði að slíkum aðgerðum.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2010 kl. 23:46

2 Smámynd: Jón Sveinsson

það verður eingu logið á þessa stjórn hún er þjóðarskömm.

Jón Sveinsson, 18.5.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda ykkur á að það stjórn Landspítala sem ákveður þetta! Spítalinn þarf að spara töluvert og það eru stjórnendur sem ákveða til hvaða bragða er gripið.

Og ef menn lesa fréttina hefur þetta verið gert áður. Fyrir 10 árum. Þá var jú Sjálfstæðisflokkur og framsókn við völd. Sennilega framsókn með heilbrigðismálin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.5.2010 kl. 01:48

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hægt væri að skapa tekjur í kerfinu með innleiðingu á lækningatengdri ferðaþjónustu sem gæti nýtt aðstöðu, fagfólk og tækjakost í umframnýtingu. Með því væri komið í veg fyrir tap á mannauð og sóun á verðmætum sem hægt væri að nýta til þess að niðurgreiða aðra þætti. En nei þessi stjórn vill ekki nýta það sem er til og þarf bara rekstrarkostnað heldur skal halda þessu algerlega aðskildu þannig að fara þurfi í miklar erlendar lántökur til þess að koma þessu af stað. Það mun svo aftur leiða til þarfar á að flytja inn meira magn til þess að standa undir kostnaði og það mun kalla á meiri mannskap sem verður sóttur inn á fjársveltar opinberar stofnanir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.5.2010 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband