Raunhæf loforð eða draumórar ?

Nú eru framboðslistarnir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að setja allt á fullt til að ná athygli kj´ðosenda. Boðið er uppá súpu,kaffi og meðlæti,grillaðar pulsur, skemmtikvöld,bjórkvöld og hvað þetta nú heitir allt.

Þetta er svo sem ósköp eðlilegt sérstaklega ef tekið er tillit til þess að baráttan hefur verið ósköp dauf og áhugi almennings á kosningunum ekki allt of mikill.

Hér í Garðinum eru þrír framboðslistar þ.e. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra,N-listi nýrra tíma og L-listi allra Garðbúa.

Ég hef verið að glugga í stefnuskrána sem þessi framboð hafa lagt fram. Eins og allir sem bjóða sig fram til sveitarstjórnar kemur fram vilji til að gera vel fyrir íbúana. Reyndar er spurning hvort það ætti ekki að vera skylda að birta samhliða stefnuskránni kostnaðaráætlun. Hvaða kosta öll loforðin?

Hvernig á að fjármagna þau? Á það að gerast með hækkun skatta,nýjum lántökum eða ætla framboðin að ganga á framtíðarsjóðinn?

Þetta eru spurningar sem kjósendur þyrftu jafnframt loforðalistanum að fá svör við.

Auðvitað er margt í stefnuskránum atriði sem kosta ekki mikla peninga og eru vel framkvæmanleg fyrir vel statt sveitarfélög eins og Garðinn. En svo eru atriði sem maður spyr sig hvort séu raunhæf.

Er t.d. eitthvert vit í því að ætla að stefna að byggingu fjölnota íþróttahúss. Hvað mun slíkt ævintýri kosta? Er það raunhæft fyrir 1500 manna samfélag að láta sér detta í hug byggingu slíks húss?

Svo er auðvitað stóra spurningin eftir að kjósendur hafa kynnt sér stefnuskrána hvaða einstaklingum treystum við best til að fara þannig með stjórn bæjarins að vel takist til. Miðað við núgildandi kosningalög verðum við að velja einn lista í framhaldinu af svarinu. Reyndar getum við strikað yfir nöfn og breytt röð,en það verður allt að gerast innan sama framboðslistans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828264

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband