N-listinn í Garði er beintengdur flokkapólitík.

Blað N-listans kom út í gær hérna í Garðinum. N-listinn gagnrýnir D-listann og segja að þeir sem skipa sér undir einn flokkslista geti ekki tryggt vönduð vinnubrögð og víðara sjónarhorn.

Ansi finnst mér þessi gagnrýni koma úr miklu glerhúsi. Jú,það er rétt að auðvitað er D-listinn flokkslisti og ég hef áður sagt að ég hefði kosið að hafa ekki svona beintengingu,en að N-listinn skuli leyfa sér að gagnrýna flokkapólitík er fáránlegt. Sé nokkuð framboð beintengt flokkapólitík er það N-listinn.

Í blaði N-listans er lögð áhersla á að við íbúar Garðsins verðum að kjósa þingmann Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins sem best.

Hvers konar rugl er þetta eiginlega. Ég hef ekki séð að þingmenn væru á þennan hátt sem Oddný Samfylkingarþingmaður gerir að reyna að beintengja sig í bæjarstjórn.

Þinmaður eins og Oddný hlýtur að vinna jafnvel að málefnum Garðsins á Alþingi sama hvaða meirihluti er í Garðinum.

Þingmaður eins og Oddný hlýtur að vinna jafnvel að málefnum Garðsins á Alþingi sama hvaða bljarstjóri er í Garðinum.

Það er því algjört bull að það styrki eitthvað málstað Garðsins hvort Oddný Samfylkingarþingmaður situr í Bæjarstjórn Garðs eða ekki. Það skiptir ekki nokkru máli.

Svo geta menn haft sína skoðun á því hvort það sé betra fyrir Garðinn að D-listinn fái meirihluta eða N-listinn nú eða hvort það þjónaði hagsmunum Garðsins best að L-listinn kæmist í oddaaðstöðu.

Um það kjósum við á laugardaginn, en furðulegt er að N-listinn skuli halda því fram að þingmaðurinn muni vinna eittmhvað betur á Alþingi sitji hún einnig í bæjarstjórn. Þau rök ganga ekki upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er ýmislegt reynt. Laugardagskvöldið verður spennandi. Hér í Sandgerði var opinn framboðsfundur upp á gamla móðinn..fyrir troðfullu samkomuhúsi. Hann ku hafa verið vel heppnaður en mikil munur á gæðum flokka!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.5.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband