Getur einhver tekið mark á Samfylkingunni hér eftir?

Stórkostlegt,stórkostlegt. Flokkurinn sem segist berjast fyrir gagnsæi. Flokkurinn sem segist vilja hafa allar styrkveitingar uppi á borði. Flokkurinn sem segist vilja að allt bókhald stjórnmálaflokka sé opið. Flokkurinn sem segist boða heiðarleika .Það er þá svona sem Samfylkingin fer í kringum hlutina til að Steinunn Valdís sleppi. Heldur forysta Samfylkingarinnar virkilega að almenningur samþykki svona vinnubrögð.

Eftir þessa uppákomu er öruggt að Samfylkingin fær titilinn spilltasti flokkur landsins.

Merkilegt var svo að hlusta á Jóhönnu Samfylkingarformann segja að útífrá mætti alls ekki koma gagnrýni,sem sýndi að allir væru ekki sammála. Þetta er flokkurinn sem segir að allt eigi að vera uppi á borði. Almenningur eigi aðn hafa aðgang að öllum upplýsingum.

Hér eftir verða það ekki margir sem taka mark ámálflutningi Samfylkingarinnar.


mbl.is Skoða ekki styrki Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

æææ Í hvaða flokki er Guðlaugur Þór ?  Í hvaða flokki ert þú  ?  Væri ekki nær að moka flórinn úr eigin húsi áður en það er farið að þurrka af rykið annarsstaðar Sigurður ?

Óskar, 27.5.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Að sjálfsögðu á að moka flórinn allan og spúla á eftir það er krafa okkar firr getum við ekki kosið fjórflokk spillingar og valdgræðgi með góðri samvisku.

Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 13:39

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er allt í lagi að Samfylkingarfólk sé spillt vegna þess að einhverjir Sálfstæðismenn eru það?

Sigurður Jónsson, 27.5.2010 kl. 17:02

4 Smámynd: Óskar

Steinunn hefur sagt af sér og ég geri þá ráð fyrir að Sigurður geri sömu kröfu til spilltra samflokksmanna sinna - en æ, líklega gilda aðrar reglur um sjalla!

Óskar, 27.5.2010 kl. 18:59

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Nei,það eiga ekki að gilda aðrar reglur um Sjálfstæðismenn.

Sigurður Jónsson, 27.5.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband