Jóhanna og Steingrímur J. standa í vegi fyrir að þingmenn vinni saman.

Krafan um að alþingismenn vinni saman þvert á flokka fer vaxandi. Hvers vegna þetta endalausa karp. Almenningur krefst þess að þingmenn láti af málfundaæfingum og snúi sér að því að vinna saman að lausn vandamála s.s. vanda heimila landsins.

Það kom greinilega í ljós í spjallþætti á ÍNN í kvöld þar sem þingmennirnir Birkir Jón, Tryggvi Herbertsson og Sigmundur Ernir sátu að þeir voru allir sammála að vinnubrögð á Alþingi væru slæm og þyrftu að breytast mikið.

Það kom greinilega fram að helsti þröskuldurinn fyrir breytingum á vinnubrögðum eru Jóhanna og Steingrímur J. Þau vilja ekki samvinnu. Þau vilja njóta þess að hafa völdin. Þau lifa fyrir karpið.

Hugsið ykkur að borgarmálin stefrna í nákvæmlega það sama og áður þrátt fyrir sigur Besta flokksins. Meiihlutamyndun Besta flokksins og Samfylkingar er í vinnslu. Hvers vegna slær Besti flokkurinn á hugmyndafræði Hönnu Birnu um breytt vinnubrögð í borgarstjórn,þar sem borgarfulltrúum er falið ákveðið verksvið. Í reynd engin meirihluti heldur samvinna allra.

Hvers vegna vill Besti flokkurinn fara í gamla farið. Voru kjósendur hans að greiða atkvæði með því?

 


mbl.is Meirihluti vill utanþingsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Blekkingarleikur esta flokksins var stórkostlegur - hann lofaði fullt af allskonar fyrir aumingjana og hátt í 40% borgarbúa skráðu sig í þann hóp og vonast eftir því að fá fullt. Fullt af hverju veit víst enginn.

En þátturinn var snjall - áróðurinn stórkostlegur og hann virkaði - líkt og hjá Hitler forðum enda var svipurinn á gnarr svipaður og Hitlers þegar þeir standa frammi fyrir fólkinu og láta hylla sig.

Þar sem ein af blekkingum gnarr í gegnum árin var þegar hann taldi þjóðinni trú um að nú væti hann orðinn trúaður (genginn í Karþólskuna) ætti atkvæðafjöldinn sem hann fékk að valda honum áhyggjum  20 þúsund 666.

666 er merki dýrsins í Opinberunarbókinni  -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.6.2010 kl. 06:18

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Ég get ekki fallist á að þetta sé hugmyndafræði Hönnu Birnu því þegar ég var í framboði til sveitarstjórnar á Raufarhöfn 1982 þá var þetta eitt helsta ágreiningsmál þeirra sem þar buðu fram. Þetta er því ekki nein ný speki. Ég taldi að okkur veitti ekki af framlagi allra til að berjast við kerfið og efla hag sveitarfélagsins en það þótti afspyrnu barnalegt og ógerlegt að mynda ekki meirihluta. Ég mátti því dúsa í minnihluta í tvö kjörtímabil. Mér finnst þetta samt enn hið eðlilegasta mál og er hissa á listaakademíunni að láta leiða sig í bundinn meirihluta. Það er hinsvegar með ólíkindum hvað þjóðin er hrikalega kærulaus að kjósa þennan skopflokk yfir sig í borginni, þó ég sé mikill grínisti þá er þetta to much að mínu mati. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.6.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband