Jóhanna verkstjóri grátklökk. Davíð er svo vondur við mig.

Skelfing var Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,eitthvað aumkunarverð í Kastljósþættinum þegar hún var að reyna að hvítþvo sig vegna launamála Seðlabankastjóra.

Nú reynir Jóhanna helst að draga upp þá mynd sér til varnar að Davíð Oddsson ritstjóri Moggans leggi sig í einelti og sé svo hrikalega vondur við sig.

Í öðru lagi eru helst rök Jóhönnu að hún viti ekkert hvað starfsfólk í ráðuneytinu hafi verið að gera varðandi launamál Seðlabankastjóra. Bíðum nú aðeins. Er ekki Jóhanna forsætisráðherra og því ábyrg fyrir því hvað undirmenn hennar gera. Voru ekki ein helstu rökin fyrir því að Samfylkingin lagði áherslu á Jóhönnu í brúna að hún væri svo rosalega góður verkstjóri.

Að sjá og heyra forsætisráðherra lýsa því yfir að hún bæri enga ábyrgð á því hvað undirmenn hennar aðhafast er ekki sæmandi Jóhönnu. Það þýðir ekki lengur fyrir Jóhönnu að ætla að kenna Davíð Oddssyni um klúðrið. Það er hún sjálf sem á að axla ábyrgð á hringavitleysunni. Það hefur nú þegar verið upplýst að embættismenn voru á kafi við að finna leiðir til að fara fram hjá Kjararáði. Hafa menn virkilega trú á því að Jóhanna hafi ekkert vitað?

Það nýjasta er að væntanlega hefur Seðlabankinn enn ekki farið eftir Kjararáði og Seðlabankastjóri því á allt öðrum kjörum en Kjararáð ákvað.

Til hvers var Jóhanna að leggja áherslu á að engin mætti fá hærri laun en hún ef ekkert er farið eftir því. Ekki getur það nú verið Davíð eða Morgunblaðinu að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband