Leiðtogi Sandkassans fer endanlega með virðingu Alþingis.

Sagt er að gömlu jálkarnir á Alþingi séu svo fastir í sama farinu að ekki sé að vænta neinna breytinga. Sagt er að þeirra líf og yndi sé að stunda málfundaæfingar og sandkassaleik. Oft höfum við orðið vitni að slíku.

Margir hafa haldið að allt myndi lagast með endurnýjun þingmanna.Þeir sem kæmu nýir hugsuðu öðruvísi og vildu að Alþingi starfaði á annan hátt. Sú mynd birtist ekki í nýjum þingmann Vinstri grænna. Björn Valur hefur stimplað sig rækilega inn sem leiðtogi sandkassans. Málflutningur hans byggist á upphrópunum, ómálefnalegri gagnrýni og dylgjum. Nýjasta dæmið er rógburður hans um Sigurð Kára.

Traust almennings á þingmönnum er ekki mikið. Björn Valur þingmaður Vinstri grænna hefur með framgöngu sinni á Alþingi séð rækilega til þess að það fer endanlega á núll punkt.

Björn Valur myndi gera íslensku þjóðinni og Alþingi mest gagn með að snúa sér að einhverju öðru en sitja á Alþingi Íslendinga. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband