Hanna Birna á að verða forseti borgarstjórnar.

Lýðræðið er nú einu sinni þannig að kjósendur ráða. Það var vilji kjósenda að leiða Besta flokkinn til valda í Reykjavík. þeirri niðurstöðu verða allir að kyngja. Meirihlutamyndun Jóns Gnarr og Dags var kannski alveg í takt við það sem Hanna Birnar var að ræða um varðandi ný vinnubrögð þ.e. að það væri liðin tíð að hafa meirihluta og minnihluta.

Ég tel samt rétt og mjög jákvætt að Hanna Birna taki að sér embætti forseta borgarstjórnar. Það sýnir einlægan vilja hennar til að borgarfulltrúar eigi að vinna saman að stjórn borgarinnar. Það styrkir hennar eigin hugmyndafræði.

Það er jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sýna vilja til samstarfs. Almenningur er gjörsamlega búinn að fá uppí kok af skrípaleiknum á Alþingi. Það mun ekki styrkja Sjálfstæðisflokkinn ætli hann að taka upp vinnubrögð þingmanna í borgarstjórn.

Það er því að öllu leyti rétt hjá Hönnu Birnu að verða forseti borgarstjórnar.


mbl.is Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón er vissulega gáfaður, framsýn & skynsamur maður, og þokkalega skemmtilegur.  Svo spillir ekki fyrir að hann HLUSTAR á ráðgjöf sem kemur frá "Heilbrigðri skynsemi" - ég stakk upp á svona samvinnu við X-D og við t.d. X-E og aðra flokka - enda á markmið allra FLokka að vera einfalt "að gera borgina OKKAR að skemmtilegum & áhugaverðum stað til að búa í".  Ef við VIRKUM okkar BESTA fólk & "Heilbrigða skynsemi" þá farnast okkur vel..!

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Jón Magnússon

Er þá ekki rétt að hafa einn framboðslista framvegis, ef enginn er málefnaágreiningurinn?  Hvar er þá gildi stjórnarandstöðu?  Telur þú Sigurður að stjórnarandstaða gegni engu hlutverki?  Er rétt að líta á stjórnarandstöðu sem skemmdarverkastarfsemi? 

Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera í stjórnarandstöðu í borgarstjórn og reka þá stjórnarandstöðu af fullri hörku á málefnalegum grundvelli og fullri ábyrgð.

Jón Magnússon, 11.6.2010 kl. 21:54

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Við vitum að afgreiðsla mála í sveitarstjórn fer í æði mörgum tilfellum þannig að allir eru sammála. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fór fram undir slagorðunum"Vinnum saman". Flokkurinn verður að sýna jákvæðan vilja til samstarfs.Það er aftur á móti rétt að Besti flokkurinn og Samfylkingin völdu þá leið að mynda saman meirihluta,þannig að með því viðhalda þau að miklu leyti óbreyttum vinnubrögðum. Auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn að halda fram sínum sjónarmiðum og láta á það reyna hvort hugur fylgir máli um samstarfsvilja hjá meirihlutaflokkunum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mega samt ekki falla í þá gryfju að stunda sandkassaleik eins og Björn Valur stundar á þingi.

Sigurður Jónsson, 11.6.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband