Frítt í strætó og ódýrari smábílar og rafmagnsbifreiðar.

Vilji stjórnvöld ná árangri í að draga úr notkun einkabílsins og þá sérstaklega bensínhákanna verður að gjörbreyta stefnunni. Borgaryfirvöld verða að taka upp þá stefnu að hafa ókeypis í strætó. Með því væri örugglega hægt að margfalda notkunina og þegar upp er staðið er ég viss um að það er ekki mikið óhagstæðara fjárhagslega fyrir borgina.

Stjórnvöld verða að endurskoða stefnu sína varðandi gjöld á bifreiðar. Taki stjórnvöld upp þá stefnu að það sé margfalt hagstæðara að kaupa smábíl í bæjarumferðina mun þeim fjölga ört.

Að sjálfsögðu ættu stjórnvöld að leggja höfuðáherslu á að veruleg fjölgun verði á rafmagnsbílum. Verði stuðlað að því að sé hagstæðara að kaupa slíkan bíl en bensínbíl á þeim eftir að fjölga verulega. Þjóðhagslega hlýtur það að vera gífurlega hagstætt.

Sem sagt það eru fyrst og fremst sveitarstjórnir og ríkisvaldið sem geta stýrt því mikið að draga úr notkun einkabílsins og að við drögum verulega úr notkun bensínhákanna.


mbl.is Hvernig líta göturnar út án bíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Það eru líka hluti sem, vinnustaðir geta gert, og þannig oft sparað peninga fyrir vinnustaðinn, starfsmenn og samfélaginu. Sjá til dæmis frétt  af samgöngusamninga Samgönguráðuneytisins við sína starfsmenn og sömuleiðis hjá frumkvöðlinum Mannvit (verkfræðistofu).

 http://skuggaborg.is/points/859-samgonguraduneyti-mannvit-og-fjolbraut-i-armula   ( Linkar í frekari upplýsingar þar )

Morten Lange, 20.6.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Morten Lange

Myndaserían sýnir hversu mikið pláss bílarnir taka, en "drög"  að henni má sjá hér 

http://myndumborg.tumblr.com/post/715462093/takk-fyrir-hjalpina-i-oll-sem-toku-att-og-til

Rafmagnsbílar munu kannski taka eitthvað minni  pláss, en ekkert sem miklu nemu. Kannski mundu bílarnir fylla 4/5 af götuna en ekki alla ?

Morten Lange, 20.6.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Árni Davíðsson

 Ég er ekki sammmála því að besta leiðin sé að hafa ókeypis í strætó. Það er skammgóður vermir þótt það þýði meiri farþegafjölda í skamman tíma. Það þarf pólítískan vilja til að halda úti almennilegum almenningssamgöngum og það eru meiri líkur til að hann sé til staðar í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ef stærri hluti af tekjum strætó kemur frá fargjöldum. Það eru líka meiri líkur til að þjónustan sé góð ef tekjur af fargjöldum eru nægjanlegar.

Tilhneiging er hjá þeim sem fjalla um strætó að leita að einföldum patent lausnum en forðast það að fjalla um samgöngumálin í heild sinni. Ég bloggaði einu sinni um Að fjölga farþegum í strætó þar sem er vonandi fjallað um það á breiðari grundvelli.

Kannski er ástæðan sú að margir af þeim sem fjalla um strætó á opinberum vettvangi eru  ekki notendur strætó sjálfir og finnst því auðvelt að slá um sig með sleggjudómum svo sem að þjónustan sé léleg og að dýrt sé að ferðast með strætó. Sannleikurinn er sá að það er mjög ódýrt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu og sennilega er það um helmingi ódýrara en í öðrum borgum á norðurlöndum miðað við reglubundna notkun. Þjónustan er líka mjög góð fyrir langflesta íbúa höfuðborgarsvæðisins og sambærileg miðað við aðrar borgir á norðurlöndum. Fyrir minnihluta íbúa höfuðborgarsvæðisins er þjónustan slök en vandin verður ekki leystur með barbabrellum eins og ókeypis í strætó eða jafnvel bættri þjónustu í formi tómra vagna. 

Árni Davíðsson, 21.6.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband