Sterk skilaboð frá grasrót Sjálfstæðismanna.

Landsfundur Sjálftsæðisflokksins sendi skýr skilaboð til forystu flokksins. Samþykkt var tillaga að þeir sem þáðu háa  styrki í prófkjörsbaráttu sinni eða fyrirgreiðslu sem almenningi stóð ekki til boða íhugi stöðu sína.

Á mannamáli þýðir þetta ósköp einfaldlega að óbreyttir flokksmenn gera kröfu að ákveðnir aðilar í ábyrgðastöðum þurfi að segja af sér.

Þetta eru mjög skýr skilaboð frá grasrót flokksins. Forysta flokksins verður að hlusta á þessu skýru skilaboð.

Það hljóta að koma tilkynningar frá ákvákveðnum aðilum eftir helgi um afsögn.


mbl.is Forystumenn íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað gerist síðan þegar þeir hafa íhugað stöðuna og komist aftur að þeirri niðurstöðu að þeir hafi ekki gert neitt rangt. Hvað ætlar grasrótin að gera þá. Samþykkja aðra tillögu???

Er þetta ekki frekar þunnt. 

Sigurður Sigurðsson, 26.6.2010 kl. 22:24

2 identicon

Þó fyrr hefði verið. Til hamingu Sjálfsstæðismenn.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:34

3 identicon

Siggi minn, hefur Davíð nokkuð talað?

Robert (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 04:04

4 Smámynd: Klukk

Já, þeir hljóta að segja af sér fyrir hádegi á mánudag. Að öðrum kosti eru þeir að fara gegn grasrótinni í flokknum, hinni einu sönnu kjölfestu, og eyðileggja flokkinn þar með því ef þeir fara ekki þá fer kjölfestan. Það má ekki gerast.

Klukk, 27.6.2010 kl. 07:20

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Guðlaugur Þór og Gísli Marteinn eru á allt annari skoðun, Sigurður.

hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 12:32

6 identicon

Þetta er mjög gott mál!

Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:54

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Magnað - er þá ekki komin krafa á Dag B - Helga Hjörvar - Össur - Árna Þór o.fl. allir fengu þeir fé sem okkur hinum stóð ekki til boða eða sóttumst ekki eftir - t.d. vegna prófkjöra nú eða þeir fengu hagnað út úr sparisjóðum sem stofnfjáreigendur.

Þessir aðilar brutu engin lög frekar en Guðlaugur og Gísli - eru gerðar meiri kröfur til Sjálfstæðismanna en annara ??? Er rétt að refsa fólki fyrir eitthvað sem það braut ekki af sér?

Klerkurinn í Holti nýtti sér andrúmsloftið til þess að fá útrás fyrir athyglissýki sína.

Er það ekki hroki og hræsni t.d. - eitthvað er um það í Biblíunni.

Sem og - dæmið ekki svo .......................

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband