Skrípaleikur Vinstri grænna í ESB.

Vinstri grænir gefa það út að flokkurinn sé á móti því að við göngum í ESB. Samt sem áður eru VG á fullu í aðildarumsóknarferlinum. Vinstri grænir reyna að finna leið eftir leið til að fresta að taka á málunum. Nú um helgina ákváðu þeir að fresta öllum umræðum fram á haustið. Á meðan er undirbúningurinn um inngöngu okkar í ESB á fullri ferð með tilheyrandi kostnaði.

Svo koma einstaka þingmenn VG og segjast vera miklir andstæðingar ESB og það eina rétta væri að draga umsóknina til baka. Samt sem áður samþykkja sömu þingmenn VG að fresta öllu.

Vinstri grænir geta ekki endalaust verið í þessum skrípaleik. Kjósendur sjá í gegnum þetta. Það eru Vinstri grænir sem eru að stuðla að undirbúningi þess að Ísland gangi í ESB. Þetta er furðulegt miðað við stefnu flokksins og að það er mikill meirihluti þjóðarinnar á móti því að við göngum í ESB klúbbinn.

Vinstri grænir bera höfuð ábyrgð á því að reynt er að koma okkur í ESB.


mbl.is Gagnger endurskoðun á umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sæll Sigurður..já þetta er einkennilegt..flokkur sem var með sitt eitt af stærstu málum að hafna ESB..er núna komið inn undir hjá Samfylkingunni..skill þetta ekki.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.6.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Dingli

Rétt er það, þessi staða er beinlínis furðuleg. Hversvegna VG gaf eftir í EU- málinu er nokkur ráðgáta, eða hvað, kannski ekki.  Vangaveltur um hvað þau hrossakaup snérust læt ég liggja á milli hluta, þar sem upp er komin alveg ný staða eftir landsfund Sjallanna.

Nú er ESB umsóknin ekki lengur í boði VG heldur Sjálfstæðisflokksins. Bjóði xD VG, að verja minnihlutastjórn þeirra (gegn sanngjörnum skilyrðum auðvitað) út kjörtímabilið hlaupi Sammó frá stjórnarsamstarfi verði ESB-inu frestað, þá er málið leyst.

Dingli, 27.6.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband