Forysta VG vill alls ekki Lilju hafa kveðið.

Alveg er það stórfurðulegt að forysta VG skuli á engan hátt vilja hlusta á þingmanna sinn hana Lilju Mósesdóttur. Því síður vill forystan nokkuð fara eftir því sem hún leggur til varðandi aðstoð við heimili landsins.

Þetta er þeim mun merkilegra þar sem Lilja Mósesdóttir er hámenntaður hagfræðingur og hlýtur því að vita ansi vel um hvað hún er að tala.

Nei,nei Steingrímur J. og hans forysta þarf ekkert að hlusta á hámenntaðan hagfræðing í sínum röðum,sem lagt hefur marg skynsamlegt fram til hjálpar illa stöddum heimilum landsins.

Það er ekki von á góðu frá Vinstri stjórninni þegar hún telur enga ástæðu til að hlusta á þá innan sinna vébanda sem hafa menntun og þekkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Illmögulegt er að muna nöfn allra þeirra hámenntuðu hagfræðinga sem störfuð við svikamyllurnar, á Alþingi, hjá FME, í Seðlabankanum, við háskólana og forsætisráðherrann sem braut gullskipið á efnahagsskerinu sá ekki hættuna þó vitinn sendi sólbjarta aðvörunargeisla sína er um allan heim, er hámenntaður hagfræðingur. ´

 En h-fræðingarnir voru sosum ekki einir greyin. Her hámenntaðra lögfræðinga hélt í höndina á þeim hvar sem þeir höfðu troðið sér, og allir hámenntuðu viðskipafræðingarnir maður minn, þeir mega sko ekki gleymast!

 Væri ekki bara ráð svona í kreppunni, að loka þessum háskóladeildum í fáein ár, og athuga hvort Gvendur á eyrinni væri ekki til í að gjóa eftir skerverjum á meðan. Hann gæti þá alltaf reddað því sem færi úrskeiðis á hyggjuvitinu.

Dingli, 30.6.2010 kl. 16:30

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Lilja Mósesdóttir hlítur að hugleiða það mjög alvarlega að segja sig úr vg.

Óðinn Þórisson, 30.6.2010 kl. 17:46

3 identicon

Sæll.

Þetta er góður punktur hjá þér. Þeir sem stjórna þykjast greinilega vita betur en allir aðrir. Veruleikinn segir samt allt annað og hætt við að gamanið farni að kárna hjá stjórnvöldum þegar nauðungaruppboð byrja í massavís upp úr haustinu skv. loforði við AGS í sambandi við aðra (eða var það þriðja) endurskoðun. Það mál hefur samt nánast enga umfjöllun fengið sem er mjög skrýtið. Fólk verður, skv. frétt sem ég las nýlega, sett á götuna í upphafi vetrar þegar frystingar og annað slíkt renna út á lánum þess.

Svo leikur ríkisstjórnin bara flott fólk, slær lán hjá AGS eins og það þurfi ekki að borga þau til baka með vöxtum og lætur einnig AGS segja sér fyrir verkum með nánast allt (sbr að lífeyrissjóðirnir mega ekki fjármagna vegaframkvæmdir). Væri ekki hægt að spara hér, leggja niður fjármálaráðuneytið á meðan AGS er með puttana í öllu hér, Steingrímur ræður hvort eð er litlu ef einhverju.

Helgi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 828266

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband