Það þarf nýjan Herjólf milli lands og Eyja.

Herjólfur er kominn til ára sinna og því miður eru bilanir alltof tíðar. Það er alveg á hreinu að það þarf nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja. Verði Herjólfur vélarvana fyrir utan Landeyjahöfn gæti það örugglega skapað mikið hættuástand. Það er ekkert grín að vera með 300-400 farþega og eiga á hættu að svona vandamál geti komið upp.

Þeir sem ætla að ferðast til og frá Eyjum verða að geta treyst því að þannig sé staðið að málum að allt sé í lagi. Herjólfur hefur þjónað Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum vel í gegnum árin en nú eru komnar upp þær aðstæður að þörf er á nýju skipi í siglingarnar.

Það hlýtur að vera krafa að samgönguráðherra bretti nú upp ermar og hefji þegar í stað undirbúning að fengið verði nýtt og hentugt skip í siglingar milli lands og Eyja. 


mbl.is Ekki enn kominn að bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ? Tvær vélar og tvær skrúfur allt stopp .Þó táningur sé..

Gunnar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:09

2 identicon

Það sem mér finnst skrítið við þatta er að nú eru 10 manns búnir að clikka á hnappin likar þetta

Er þetta heimska eða illgirni nema hvortveggja sé

ingo sk (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:12

3 identicon

Sælir,

   Lakt rekstraröryggi skrifast nú frekar á viðhald en aldur.  Það á að vera hægt að halda svona gangandi nær endalaust ef menn gera nægjanlega háar kröfur.  Aftur á móti verður eitthvað dýrara að halda búnaðinum við eftir því sem eldist en ég efast stórlega um að það sé dýrara en að kaupa nýtt skip nema það hafi verið trassað frá upphafi.

   Varðandi athugasemd Gunnars hér að ofan.  Það er ekki líklega að það sé allt stopp en þó það sé ásættanlegt í neyð að láta skipið ganga á einni vél er fásinna að yfirgefa höfn í því ástandi og skapa sjálfum sér og farþegum sínum þar með neyðarástand.

Kv,
   Bjartur

Bjartur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:26

4 identicon

ingo sk. að smella á "líkar/like" er snekksta leiðinn til að deila efninu á facebook. Það ætti eiginlega að horfa á þetta sem að fólki líki við fréttina þó að efnið sé alvarlegt, það gefur til kynna að fólk hafi áhuga á fréttinni og vill dreifa henni áfram.

Þetta ætti að heita eitthvað annað en morgunblaðið eins og margir aðrir geta ekki ráðið því hvað stendur þarna, þessi þýðing kemur beint frá facebook og facebook vil ráða því sjálfir hvað kemur fram þarna.

Einar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 19:43

5 identicon

Bjartur..á annari vélinni hefði ekki þurft bát til að dragann áfram,samkvæmt myndum

það hefur eitthvað annað orsakað að hann varð stjórnlaus innan hafnar,hef frétt að hafi nokkrum sinnum

þurft aðstoð við að komast að bryggju í austan roki vegna ónógs krafts í hliðarskrúfum

Gunnar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Stór mistök stjórnvalda að ráðast ekki strax í upphafi í smíð á nýju skipi í stað þess að fresta því. Hann er löngu kominn til ára sinna.

Óskar Sigurðsson, 1.7.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband