Erum við að veiða hval til að geyma í frysti?

Auðvitað eigum við að veiða það úr sjónum sem við getum svo fremi að það skapi þjóðinni gjaldeyristekjur. Það er hálf undarlegt að heyra að í frystigeymslum séu 1100 tonn af hvalkjöti. Aðeins 370 tonn hafa verið flutt út og miklar efasemdir eru um að það kjöt hafi farið á markað í Japan,heldur liggi enn í tollgeymslum.

Eins og við var að búast svarar Kristján Loftsson hvalútgerðarmaður meðö skætingi og talar um njósnastarfsemi. Sem sagt í hans huga kemur þjóðinni þetta ekkert við.

Hvalveiðar eru mjög umdeildar. Grundvöllurinn fyrir því að Íslendingar stundi þessar veiðar hlýtur ósköp einfaldlega að vera að það sé markaður fyrir kjötið en því ekki safnað upp í frystigeymslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta setningin hjá þér segir nákvæmlega allt sem segja þarf um þetta mál.

Finnur Bárðarson, 5.7.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Dingli

Kristján Loftsson á sjálfsagt mikið af pening. Það er mín reynsla að fáir passi eins vel upp á aurin og þeir sem eiga nóg af þeim. Finnst þér líklegt að hann leiki sér að því sturta mörg hundruð milljónum í svelginn?

Fyrst hann heldur veiðunum áfram þá græðir hann á þeim. Hvernig Kristján og Japanar snúa á Árna hása og co. veit ég ekki enda alveg sama.

Dingli, 5.7.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engar áhyggjur. Það er sjálgefið að þessum veiðum verður hætt ef kjötið selst ekki. Kristján Loftsson hefur dágott vit ða fjármálum.

Árni Gunnarsson, 5.7.2010 kl. 17:16

4 identicon

Um leið og fyrsta tonnið var skráð sent úr landinu, þá hefur K.L fengið að veðsetja það......og svona heldur skrípaleikurinn áfram sem Einar K. Guðfinns kom af stað.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:16

5 identicon

Ég spyr ... hver er viðskiptahugmyndin bak við að veiða hvali, ráða mannskap til að veiða og verka ásamt að reka heila útgerð ef markmiðið er að selja ekki hvalkjöt?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband