9.7.2010 | 13:05
Jón Ásgeir skipaði ekki Lárusi bankastjóra fyrir verkum heldur ráðlagði honum bara hvað hann ætti að gera. Þetta er stórkostlegt.
Alveg voru fréttir RUV dásamlegar í hádeginu. Þar kom alveg skýrt fram og haft eftir Jóni Ásgeiri að hann hafi á engan hátt stjórnað Lárusi bankastjóra Glitnis. Nei,nei, kom ekki nálægt neinu slíku. Jú,reyndar segist hann hafa ráðlagt honum hvað hann ætti að gera og sérstaklega varðandi sín fyrirtæki.
Í vinnu hjá hverjum var Lárus. getur það hafa verið hjá Jóni Ásgeiri, sem fékk svo ótakmarkað fjármagn úr bankanum.
Fram kom í fréttunum að eignir Jóns Ásgeirs voru taldar 600 milljónir punda,en nú segist Jón Ásgeir aðeins eiga eignir uppá 1 milljón punda. Er eitthvað óeðlilegt við að menn setji upp spurningamerki, hvað varð um 599 milljónir punda?
Jón Ásgeir er svo maðurinn sem Arion banki segir að verði að fá að reka og eiga verslunarkeðjuna Haga áfram. Hann sé sá eini í landinu sem kunni aðm stjórna fyrirtækjum.
Já, svona er hið nýja Ísland í dag.
Telur Jón Ásgeir ekki hafa gert grein fyrir öllum eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lárus hefur etv "ráðlagt" honum hvert mætti senda 599 millur punda til að koma þeim í skjól....
Óskar (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:14
Já hvað varð um 599 milljónirnar? Góð spurning. "Auðvitað ýkja menn svolítið" þegar þeir þykjast eiga hluti. En þetta er hlutfall í stærri kantinum.
Ólafur Þórðarson, 9.7.2010 kl. 13:29
Jón Ásgeir gaf upp eignir að verðmæti 1 milljón punda.
Góður þessi. Vissi ekki að Jón væri svona mikill húmoristi og brandarakall.
ThoR-E, 9.7.2010 kl. 13:55
Minnir Óskar að það hafi verið á hinn veginn og skil það þannig af þessu viðtali að það hafi verið Jón sem "ráðlagði" Lárus hvað hann ætti að gera. Lét það fylgja í tölvupóstinum að annars væri kannski bara best að hann sjálfur tæki við sem bankastjóri og lét broskall fylgja með í lok málsgreinar. Sumir eru kannski varhugaverðastir þegar þeir brosa sem breiðast.
Þegar einhver er með mánðarlaun 30 - 60 milljónir á mánuði, er spurningi; geta þetta virkilega bara verið laun?, ég túlka stjarnfærðilega há laun allavega sem hugsanlegar mútur, því stærri sem glæpurinn er því hærri greiðslu þarf að inna af hendi.
Anna Björg Hjartardóttir, 9.7.2010 kl. 14:21
Jón Ásgeir... hann virðist ekki bera virðingu fyrir fjölskyldu sinni... Ef hann gerði það þá myndi hann skila því sem hann stal.
doctore (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:25
Samkvæmt tölvupóst sendingum milli Jóns Ásgeirs og Lárusar Welding átti Jóns 32 milljarða króna á þáverandi gengi, 15 dögum fyrir bankahrun.
202.000.000 c.a milljónum í pundum talið.
Núna hefur hann skilað inn upplýsingum um eignir sínar og þar kemur fram að hann eigi 1 milljón punda í eignum og fjármunum. tæpar 190 milljónir íslenskar.
Sem er aðeins dropi í hafið á þær 1000 milljarða skuldir sem hann skilur eftir sig.
Ætlar maðurinn virkilega að haga sér svona. Skilja eftir gífurlegar skuldir sem lenda á þjóðinni og labba burtu með tugi milljarða fyrir sig og sína fjöslkyldu.
Ef þetta verður niðurstaðan að þá hefur þessi fjölsylda ekkert hingað til Íslands aftur að gera.
Að svona menn gangi lausir skil ég ekki. Ef við værum einhverstaðar annarstaðar en á Íslandi væri búið að handtaka þessa menn. Það liggja fyrir gögn og sannanir um mjög vafasöm vinnubrögð innan t.d Glitnis. Og það er aðeins toppurinn af ísjakanum.
Hvenær verður þetta bölvaða rugl stöðvað!?
Skattborgari (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 14:34
Þetta er bara af því að strák0urinn talar ekki ensku. Hann er alltaf að tala í krónum. Pund er bara notað um skyr á Íslandi.
K.H.S., 9.7.2010 kl. 15:40
Arion banki er skíta banki sem ver þetta viðundur sem Jón flón erég mun aldrei treysta banka framar og ætla því ekki að skipta við þær mafíur sem þar eru við völd!
SP, Lýsing, Avant, Arion, Landsbanki, Íslandsbanki allt stjórnað af mafíu farið norður og nyður ykkar leið er greið þangað eins og þið hafið hagað ykkur
Sigurður Haraldsson, 10.7.2010 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.