Vilja Vinstri grænir ekki að farið sé að lögum?

Alveg er stórmerkilegt að fylgjast með upphlaupi Vinstri grænna allt í einu núna. Er ekki löngu vitað um fyrirtæki Magma í Svíþjóð. Er eitthvað athugavert við það að fyrirtækið kynni sér íslensk lög? Er eitthvað athugavert við það að Iðnaðarráðuneytið gefi mönnum upplýsingar um gildandi lög. Ég er alveg viss um að hver og einn gæti fengið slíkar upplýsingar í Iðnaðarráðuneytinu.

Það hefur marg komið fram að það er ekkert ólöglegt við það að Magma stofnaði fyrirtæki í Svíþjóð og gat þar a leiðandi keypt HS orku.

Vinstri grænir geta auðvitað haft sína skoðun á gildandi lögum,en það er bara allt annað mál.


mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega, svona eru lögin þó okkur kunni ekki að líka þau

Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 20:08

2 identicon

Svandís var í essinu sínu í viðtalinu. Hún er búin að vita þetta allt frá upphafi nema að enginn í VG eða ríkisstjórninni tali við hana.  Það getur líka verið.

Annars finnst mér algerlega ólýðandi að Magma skuli hafa fengið undanþágu og greitt fyrir kaupin með íslenskum krónum en ekki með erlendum gjaldeyri.  Það er hægt að lesa í ársskýslu Magma Energy.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:48

3 identicon

Spurniingin er af hverju er sú þjó sem tekið hefu á móti fleirum flóttamönnum frá Íslandi  en aðrar þjóðir sett skör lægri en svíar? Þvílíkir dónar sem við íslendinar erum.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ert þú nú, Sigurður Jónsson Sjálfstæðisflokksmaður, farinn að mæla með svikum Samfylkingar við þjóðina? Veiztu ekki, að þetta fláræði er beinlínis gegn anda þeirra laga sem átt hafa að gilda um þessi mál? Býr hér fiskur undir steini? Eruð þið í Valhallar-FLokknum í samráði (rétt eins og Reykjanesbæjardeildin) við evrókrtatana um að láta selja auðlindir okkar í hendur útlendinga? Á það að vera afsökun þín að fá tækifæri til að hreyta frýjunarorðum í Vinstri græna? Þurfa ekki einfaldlega allir þessir flokkar að bæta ráð sitt og taka afstöðu með þjóðinni í öllum málum, ekki gegn henni?

Nú gaf ég þér vonandi nóg að hugsa um.

Jón Valur Jensson, 12.7.2010 kl. 01:31

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það sem ég benti á að farið er eftir íslenskum lögum. Ég hef ekki orðið var við að þingmenn Vinstri grænna hafi flutt tillögur um að breyta gildandi lögum.

Sigurður Jónsson, 12.7.2010 kl. 12:46

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Sigurður, þótt mér þyki það raunar ekki segja mér mikið.

Jón Valur Jensson, 13.7.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband