Ætlar norræna velferðarstjórnin að hækka matvöruverð um 17% ?

Ein af tillögum AGS er að virðisaukaskattur verði hækkaður á matvörum. Hækkunin mun leiða til 17% hækkunar á matvöruverði. Ætlar norræna velferðarestjórnin virkilega að ganga þetta skref, sem yfirboðarar Vinstri stjórnarinnar segja henni að gera.

Nú þegar verðbólgan hefur farið lækkandi virðist það vera mikill höfuðverkur hjá Vinstri stjórninni og allra leiða leitað til að ná henni upp aftur. Hækkun á matvöruverði leiðir af sér hækkun á vísitölunni. Þá hækka lánin og ekki verður hægt að lækka vexti.

Vinstri stjórnin segir að hún ráði öllu alveg sjálf. Hvers vegna er þá landsstjórinn hér á vegum AGS að setja fram hugmyndir um hvernig hækka á skatta. Það hefur komið fram að það var Steingrímur J. af öllum mönnum sem bað AGS um hjálp til að finna leiðir hvernig væri hægt að hækka skatta á almenningi.

Hvers vegna nánast þegir verkalýðshreyfingin núna. Leiðtogar Vinstri stjórnarinnar verða að fá skýr skilaboð um það frá almenningi að nóg er komið af skattahækkunum og mikið meira en það. Þjóðin verður að standa saman og neita að taka á sig hærri byrðar hvort sem það er í formi beinna skatta eða hækkun á matarskatti eða eldsneytissköttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband