Vinstri grænir bera alla ábyrgð að sótt er um aðild að ESB.

Jæja,þá ætlar ESB að dæla í okkur peningum til að undirbúa Ísland undir aðild að ESB. Auðvitað munu ESB þjóðirnar reyna allt til að ná okkur inní ESB. Auðvitað vilja þessar þjóðir ná yfirráðum yfir okkar góða landi.

Það er full ástæða til að undirstrika það rækilega að það eru Vinstri grænir sem bera höfuð ábyrgð á því að við erum að sækja um aðild að ESB. Sumir VG menn segja að þetta séu aðeins könnunarviðræður og það sé allt í góðu,en segjast vera mjög sannfærðir um að við eigum ekki að ganga í ESB.

Hvers vegna í óskupunum þurfum við að sækja um ef við vitum að hagsmunum okkar er betur borgið fyrir utan ESB. Það hreinlega gengur ekki upp hjá VG að segja það.

Samfylkingin hefur ekkert farið leynt með það að hún vill afhenda ESB okkar land. En hingað til hefur VG talað í aðra átt en fyrir þeirra tilstilli er allt komið á fulla ferð í svokölluðum aðlögunarferli fyrir okkur í ESB.

Einhvern tímann hefði það ekki þótt gott innan raða VG að þiggja fjármuni frá erlendum stórþjóðum til að gera okkur líklegri að fallast á inngöngu í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mjög skýrt og tekið heiðarlega afstöðu. Eðlilegt er að draga umsóknina til baka þar sem menn eru sannfærðir um að hag Íslands sé betur borgið utan ESB.

Það þýðir lítið fyrir þingmenn VG að tala einnig í þessa átt en samþykkja svo að hefja aðildaviðræður á fullu við ESB og þiggja greiðslur frá bandalaginu til að hægt sé að sannfæra þjóðina.

Mikið rosalega getur VG lagst lágt til að halda í ráðherrastólana.


mbl.is Ísland á nú rétt á ESB-styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byggir þú þessar skoðanir þínar á þínu eign hyggjuviti, eða eru þetta matreiddar skoðanir frá andlegum föður þínum Davíð Oddssyni? Ég hallast að hinu síðara. Ég get ekki skilið hvers vegna fólk vill halda áfram að borga 17 falt af lánunum sínum þegar okkur stendur til boða að borga 1,2 falt til baka. Ég get heldur ekki skilið hvers vegna menn eru á móti því að euka við mannréttindi okkar og eftirlit með stjórmálamönnum, ekki veitir nú af eftir allt ruglið frá tíma Sjálfstæðisflokksins. En verði þér að góðu með þína þröngsýni og þjóðernisrembing.

Valsól (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sigurður, ég er þér hjartanlega sammála.

Valsól, þú kemur fram undir dulnefni, sennilega vegna þess að þú þorir ekki að byrta skoðanir þínar undir réttu nafni.  Eins og þú ritar hér fyrir ofan þá er ég ekki hissa á að þú viljir fara dult með það hver þú í raun ert.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

VG þingmenn sögðusr vera á móti en stiðja þanni lýðræðislega rétt að þjóðin fái að kjósa um þetta í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Ef þjóðin er svona mikið á móti þessu þá verður samningurinn líklega kolfelldur í þjóðaratvkæði. Þetta kallast lýðræði. Hvað eru menn hræddir við?

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er rétt hjá þér Bjarni Freyr (Þruma, Sleggja og Hvellur), við eigum ekki að vera hrædd við lýðræðið.  Einn stjórnmálaflokkur fram yfir aðra hefur talað fjálglega um lýðræði s.s. íbúalýðræði svo eitthvað sé nefnt og er það Samfylkingin.  Það bregður hinsvegar svo við að þegar sá flokkur stendur frammi fyrir því að leggja hlutina í dóm kjósenda, þá heitir það ekki lýðræði lengur, vegna þess að það passar ekki inn í áætlun þeirra.

Það er akkúrat þar sem Samfylkingin fellur á prófinu.  Það mátti ekki spyrja þjóðina hvort fara ætti í þá vegferð að sækja um ESB aðild, þjóðin hefði nefnilega getað tekið fram í fyrir hendurnar á Fylkingunni.  Nei, það á að henda milljörðum króna í umsóknarferli, peningar sem hefðu komið sér betur í að hjálpa þeim sem minna mega sín á meðal okkar.

Ég minni á þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.  Hverjir óttuðust lýðræðið þar???

Hverjir skildu nú vera hræddir við lýðræðið????  Valla Samfylkingin, ha, neeeeei!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2010 kl. 16:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Tómas.

Ástæðan fyrir því að það varð ekki þjóðaratkvæði um hvort við eigum að sækja um í ESB er vegna þess að það er heilbrygðara að kljósa um samningin sjálfan. Ef það hefði verið þjóðaratkvæðisgreiðsla um hvort sækja skildi um aðild þá hefði kosningabaráttan einkennst að hræðsluáróði sem hefði ekki átt nein stoð í raunveruleikanum.

Það bauðst betri Icesave samningur þegar var verið að kjósa um þann gamla. Þess vegna var þetta heimskuleg kosning og niðurstaðan blasti við.

Einnig fáum við fjóra milljarða gefins frá ESB til að standa undir kosnaði sem er áætlaður rúmlega 700milljónir næstu tvö ár. Þar af leiðandi er þín rök um að þetta sé dýrt skotin í kaf.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta hér er ansi áhugavert:

Iceland to receive pre-accession funding

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/10/943&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=en

Skv. þessu, hefur ESB framkvæmt reglugerðarbreitingur, til að liðka fyrir aðild dvergríkisins Íslands.

Eitthvað finnst þeim þarna úti greinilega það vera akkur fyrir þá, að fá okkur inn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2010 kl. 21:47

7 identicon

You are to send his wife or a gift for her mother to worry about it? If you have enough money, I suggest that you can buy a Prada handbag for them, because the bag is a necessity for women, with prada handbags, what cosmetics, small accessories, cell phone, wallet like all can be placed in bags, the more convenient ah, if do not like the bag, you can buy a Prada Shoulder Bag.Now ,prada bags is my dream, I believe that my vision can not be wrong.

prada bags (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband