Alltaf snjallir hjá Landsvirkjun.

Það virkjun að verður ekki af þeim skafið hjá Landsvirkjun að þeir eru snjallir. Í stað þess að skammast út í Ómar Ragnarsson fyrir hans umhverfisbaráttu samþykkja þeir að veita honum styrk að upphæð 2 milljónir kr. Snjallir.

Auðvitað er gott að menn eins og Ómar séu til og sífellt vakandi að berjast fyrir núttúru landsins og umhverfinu. Auðvitað verða að vera takmörk fyrir því hve miklu menn vilja fórna af okkar fallega landi til að virkja eða eyðileggja á annan hátt. Það er gott ef Landsvirkjun sér einnig þessa hlið.

Það er nefnmilega til nóg af fólki sem sér ekkert fallegt við umhverfið og er tilbúið að fórna því í allar áttir bara ef peningar koma í staðinn.


mbl.is Landsvirkjun styrkir Ómar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit að hugur fylgir máli hjá nýjum forstjóra og nýrri stjórn hjá Landsvirkjun og ég er þakklátur fyrir stuðninginn við mynd mína.

Fyrirtækið hefur auk þess áður veitt styrki til kvikmyndagerðar, til dæmis til myndar Hrafns Gunnlaugssonar fyrir mynd hans "Ísland í öðru ljósi".

56 milljónum á þávirði varði fyrirtækið í mynd um stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, en í þeim myndum, sem komu út úr því var ekkert fjallað um stærsta mannvirkið, Hálslón, og umhverfisáhrif virkjunarinnar.

Þá sótti ég um styrk til að sigla um lónið á meðan það var að myndast og myndin "Örkin" var á teikniborðinu, mynd sem var með um 40 milljón króna fjárhagsáætlun.

Ég fékk 8 milljónir og það fleytti mér yfir næsta hjalla í þeirri mynd.

"Upplýst umræða" segir í tilkynningunni núna. Það er nákvæmlega það sem allt starf mitt hefur snúist um og Landsvirkjun eru í eigu þjóðarinnar allrar sem verður að vita um hvað þessi mál snúast með því að fá nægar upplýsingar.

Ómar Ragnarsson, 21.7.2010 kl. 07:18

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sæll Ómar. Ég veit að við erum ekki sammála í afstöðunni til virkjana. Ég ber samt mikla virðingu fyrir þínum skoðunum. Það þarf nefnilega einmitt baráttumann eins og þig fyrir verndun landsins. Ég kynntist því í starfi mínu síðustu árin að það eru til menn sem eru reiðubúnir að fórna nánast öllu í umhverfinu bara ef það koma peningar í staðinn. Þó ég sé virkjunarsinni verða samt að vera takmörk fyrir hve miklu menn vilja fórna. Gott ef það hefur orðið breyting á hugarfari og vinnubrögðum Landsvirkjunar.

Sigurður Jónsson, 21.7.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband