Nú verður auðvelt að semja við Vilhjálm um hærri laun.

Óttalega er þetta nú skrítið að einhver einn maður þótt hann sé framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins geti bara si svona lýst því yfir að nú sé kreppan búin. Ætli þeir sem eru atvinnulausir taki undir þetta? Ætli þeir sem eru með öllu gengistryggðu lánin í vanskilum taki undir þetta? Ætli þeir sem þurfa að borga marg falt hærri skatta núna taki undir þetta? Ætli fyrirtækin sem eru farin á hausinn taki undir þetta? Ætli þeir fjölmörgu sem neyðst hafa til að flytja til útlanda taki undir þetta?

Það eina jákvæða við yfirlýsingu Vilhjálms er að nú þarf launþegahreyfingin ekki að kvíða næstu kjarasamningum.Nú hlýtur Vilhjálmur að vera reiðubúinn að hækka launin,þar sem kreppan er búin að hans mati.


mbl.is „Kreppan er búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og lækka launin sín.

Bjartmar (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:34

2 identicon

Vilhjálmur er ekki bara einhver einn maður. Hann er talsmaður Samtaka atvinnulífsins , en þar er að finna mörg sterk fyrirtæki. Áður var Vilhjálmur þingmaður en var bolað útaf þingi af samherjum sínum með eftirminnilegum hætti. Því miður hefur það einkennt feril Vilhjálms að hann hefur gjarnan tekið ranga afstöðu og haldið fram sérkennilegum skoðunum. Við verðum að vona að hann hafi rétt fyrir sér í þetta skipti, til lengri tíma litið!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:22

3 identicon

Ef satt er, þá þarf ég að ræða við yfirmann minn um 100% starf aftur og kaupskerðinguna um 30 % vil ég nottla fá líka tilbaka !

Held nú samt að hann samþykki ekki hjal Vilhjálms sem grunn fyrir þessu.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:32

4 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Nú verður hjólað í Villa í haust, allir samningar lausir.

Valmundur Valmundsson, 22.7.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband