Ætli Jón Ásgeir hafi lesið þetta?

Nú er spurning hvort Jón Ásgeir hafi lesið og kynnt sér yfirlýsingar  Björgúlfs Thor varðandi hvernig hann hyggst standa við sínar skuldbinbdingar.Einhvern veginn finnst manni þetta nú eðlilegra viðhorf hjá Björgólfi,heldur en kemur fram hjá sumum hinum svokölluðu auðmönnum, sem láta almenning sitja uppi með skaðann. Nú bíðum við eftir að fréttamenn á Stöð 2 og Fréttablaðinu beini spurningu til Jóns Ásgeirs hvort hann sé reiðubúinn að gefa út samskonar yfirlýsingar

Jón Ásgeir er ráðgjafi 365 miðla og hlýtur að benda á að það sé eðlilegt að Baugsfeðgar verði spurðir út í sín mál og hvernig þeir ætli  að sjá til þess að almenningur þurfi ekki að borga brúsann fyrir þá. 

Nú reynir á hina hlutlausu fjölmiðla hjá 365.


mbl.is Allur arður Björgólfs til kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykkir þú bjartsýn í meira lagi

jon (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þetta er vandsklinn pistill, ef ekki óskljanlegur, gleymdist prófarkalesturinn?

Herbert Guðmundsson, 22.7.2010 kl. 21:31

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Herbert,takk fyrir ábendinguna. Eitthvað klikkaði.

Sigurður Jónsson, 22.7.2010 kl. 22:49

4 identicon

Sæll.

Ólíkt hafast þeir að.

Steingrímur J. varð ansi æstur í fyrra þegar Björgólfarnir ætluðu að fá að borga 3 milljarða í stað 6 af láni sem þeir tóku til að kaupa Landsbankann. Ég heyri hann hins vegar ekki segja neitt vegna afskrifta Jóns Ásgeirs. Hvað ætli sé búið að afskrifa mikið hjá Jóni Ásgeiri? Hvers vegna hafa fjölmiðlamenn ekki áhuga á að komast að því? Tóku þeir sneið Rannsóknarnefndar Alþingis til sín ekki alvarlega?

Helgi (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband