Tryggingastofnun norrænu velferðarstjórnarinnar refsar fólki fyrir að eiga sparifé.

Þessi vinstri stjórn sem kallar sig norræna velferðarstjórn gerir það ekki endasleppt. Nú fá 11000 bótaþegar hjá Tryggingastofnun ríkisins bakreikning þar sem þeir hafa fengið of mikið greitt.

Í flestum tilfellum er þetta vegna f jármaganstekjuskatts sem ekki kom fram í áætlun. Eflaust er þetta allt rétt hjá Tryggingastofnun miðað við þau lög sem eru í gildi. En er þetta sanngjarnt? Það er með ólíkindum hvernig fólki er refsað.

Ef eldri borgari hefur í gegnum tíðina náð að nurla saman nokkrum krónum og leggja inní banka er honum nú refsað fyrir það af TRyggingastofnun. Ekki má gleyma því að greiddur var skattur af tekjunum áður en lagt var inná bankareikning. Nú ær viðkomandi ellilífeyrisþegi vaxtatekjur og borgar ákveðiðm hlutfall af þeim til ríkisins. Er það ekki alveg nóg?

Nei, segir hin tæra vinstri stjórn. Ftyrst þú átt þessar krónur og færð vaxtatekjur drögum við frá greiðlum Tryggingastofnunarv til þín.

Sem sagt fyrst borgaði viðkomandi skatt af sínum tekjum. Síðan borgar hann skatt af sínum vaxtatekjum. Og að lokum segir Vinstri stjórnin, þú mátt ekki halda þessum peningum, við drögum þetta frá tryggingabótunum þínum.

Er þetta réttlæti?


mbl.is 11 þúsund manns fengu of háar tryggingabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Satt best að segja hélt ég að þú Sigurður, þrautreyndur maður í málefnum sveitarfélaga, færir ekki í þá fúlu pytti að kenna núverandi Ríkisstjórn um að 11.000 lífeyrisþegar fái kröfu um endurgreiðslu á ofgreiddum lífeyri. Mér finnst þetta óheyrilega dapurlegt vegna þess að ég veit að þú þekkir þetta miklu betur en þú vilt vera láta. Þetta, endurgreiðsla á ofgreiddum lífeyri, er ekki eitthvað sem er fundið upp í dag. Ég hóf að taka lífeyri fyrir 8 árum síðan og lenti þá í þessu; að verða að greiða til baka ofgreiddan lífeyri. Ekki veit ég til þess að þá hafi núverandi stjórn verið við völd, voru það ekki þínir vildarvinir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson? Það hvarflaði aldrei að mér að kenna þáverandi stjórnvöldum um að ég var krafinn um endurgreiðslu á ofgreiddum lífeyri. Ég hafði einfaldlega aflað mér of mikilla tekna og af þeim tekjum hafði ég greitt alla skatta og skyldur. Hins vegar voru þetta tekjur vegna vinnu minnar en ekki fjármagnstekjur. Ég undrast alltaf jafn mikið hve margir horfa á fjármagnstekjur öðrum augum en aðrar tekjur, það er eins og hinir vísustu menn skilji ekki að fjármagntekjur eru eins og hverjar aðrar tekjur þrátt fyrir að sá sem fjármagnstekjur hefur greiðir 18% í skatt að fjármagnstekjum (vöxtum af fjármagni) en ef ég afla mér of mikilla tekna af vinnu minni greiði ég 37% rúm í tekjuskatt. Ég hef reyndar lent í þessu aftur og er nú að ljúka við endurgreiðslu á þessu hausti, í hverjum mánuði er dregin af mér ákveðin upphæð og vissulega munar mig um það enda að verða 76 ára.

Mér hefur oft blöskrað hvernig þú og margir aðrir lát rök og staðreyndir lönd og leið til þess eins að koma höggi á Ríkisstjórnina sem er að berjast við að skúra flórinn eftir þinn Sjálfstæðisflokk.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.7.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sælir nafnar.Annar ykkur vekur máls á að fjármagnstekjur séu dregnar frá bótum,en hinn telur það bara allt í lagi.

Ég hins vegar vil benda á óréttlætið,sem er samfara þessum gjörningi,sem er að ekkert er tekið tillit til fjármagnsgjalda,sem ætti að jafna út.Þetta er gert hjá lögaðilum,en ekki einstaklingum.Margir eru að greiða af lánum,með fjármagnstekjum.

Svona má segja um eignir.Enginn á meira eign,en af henni verði dregnar skuldir.

Nettótekjur og nettóeign er það sem á að taka hliðsjón af,en ekki brúttó.

Ég bendi ykkur á bloggsíðu mína,þar sem ég fjalla um þetta mál.

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband