Er Hreyfingin að stækka?

Eftir að rugludallurinn Þráinn Bertelsson sagði skilið við félaga sína sem komaust á þing fyrir Borgarahreyfinguna varð til alvöru stjórnmálahreyfing þ.e. Hreyfingin. margt athyglisvert hefur komið frá þremur þingmönnum flokksins. Þau hafa veitt sterkt aðhald og bryddað á ýmsum athyglisverðum málum.

Nú heyrast fréttir að hugsanlega sé Hreyfingin að stækka, þar sem Lilja Mósesdóttir þingmaður VG hefur alls ekk útilokað að hún sé tilbúin að ganga til liðs við Hreyfinguna. Væntanlega myndu fleiri úr órólegu deild Vinstri grænna fylgja Lilju.

Hvað sem verður varðandi Hreyfinguna er öllum ljóst að Vinstri grænir eru að klofna. Hin tæra Vinstri stjórn er ekki tærari en það að hún er í minnihluta.

Það er því rökrétt að á fyrstu dögum Alþingis í haust verði borin fram vantrausts tillaga á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þingmenn Vinstri grænna veða þá að gera upp við sig hvort þeir ætla að syðgja þessa ríkisstjórn eða ekki. Það tekur engin mark á órólegu deild Vinstri grænna ef þeir eru með upphlaup öðru hvoru þar sem þeir trelja Vinstri stjórnina vera að gera rangt en halda svo sífellt áfram að styðja stjórnina og kyngja öllu.

´Það er því stóra spurningin hvort Hreyfingin fær verulegan liðstyrk í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Rétt mat hjá þér Sigurður. Hreyfingin gæti einnig verið brúarsmiður nýrrar ríkisstjórnar.

Jón Baldur Lorange, 8.8.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Af "Facebook-status" Lílju Mósesdóttur, frá því í morgun, má skilja að samfylkingarsinnaðir Vg-liðar, séu komnir með upp í kok af ópum og kvarti grasrótarinnar. 

 Þar talar Lilja um að hún og órólegadeildin, hafi verið kvött til þess að ganga til liðs við aðra flokka, til þess að vinna stefnu Vinstri grænna framgöngu.

Hvað varðar vantrausttillöguna, þá ætti ekki að vera erfitt að rökstyðja hana.  Nóg ætti að vera að nefna:  Icesave, ESB-umsókn og farsann í kringum "Magma-málið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.8.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það yrði vissulega um gríðarlega stækkun að ræða fyrir 3 manna hreyfinguna ef hún yrði 4 manna hreyfing -

Vantraut -
Að sjálfsögðu á að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina um leið og alþingi kemur saman í haust -
annaðhvort axlar órólega deildin ábyrgð á þessari ríkisstjórn eða fellir hana -

Óðinn Þórisson, 8.8.2010 kl. 16:05

4 identicon

Æi, nei ... ég vona að Hreyfingin verði ekki að flóttamannastofnun fyrir óánægða vinstri menn.

Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband