Er Jón Gnarr,borgarstjóri, hrokafullur spillingargæi?

Nesti flokkurinn vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosningunum. Sigur Besta flokksins var hressilegt spark í afturendann á gömlu flokkunum.Það hafa örugglega margir borgarbúar búist við að nú væri runninn upp betri dagur í borginni, þar sem öll spilling væri úr sögunni og heiðarleikinn einn réði ríkjum.

Nú hafa borgarbúar vaknað upp við það að nýi dagurinn hefur ekki runnið upp heldur sitja menn uppi með Dag B. Eggertsson,sem hæstráðanda í borginni,þrátt fyrir að kjósendur hafi hafnað hans forystu.

Borgarfulltrúar settu sér siðareglur, en fyrsti maðurinn til að brjóta þlr reglur hressilega er sjálfur borgarstjórinn Jón Gnarr. Komið hefur í ljós að forláta jeppabifreiðin sem Jón Gnarr hefur er alfarið kostuð af einkafyrirtæki. Það er eitt af því sem ekki má samkvæmt reglunum. Jón Gnarr blæs á slíkt og segir það allt í lagi þar sem bíllinn sé vistvænn.

Ætlar borgarstjóri sem sagt að þiggja gjafir eins og vistvæn föt frá einkafyrirtækum, ætlar hann að þiggja matargjafir frá einkafyrirtækjum ef um lífrænt ræktaðar matvörur sé að ræða.

Hvar ætlar Jón Gnarr að draga mörkin í að þiggja ölmusu frá einkafyrirtækjum.

Hafa stjórnmálamenn ekki verið gagnrýndir hressilega fyrir að þiggja styrki frá einkafyrirtækjum.

Hvernig ætlar Jón Gnarr að taka á málum þeirra fyrirtækja sem hann hefur verið að þiggja fyrirgreiðslu frá?

Byrjun Jóns Gnarrs og svör hans eru dæmi um spillingu og hroka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allt er gott sem vistvænt er og það er Borgarstjórinn sjálfur bæði vistvænn og skemmtilegur hvar væri landinn án Jóns Gnarr?

ugla2 (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 16:26

2 identicon

Sigurður , ég er þér algjörlega sammála.Jóni svokölluðum borgarstjóra er fjarstýrt af Dag B og hans spilltum kónum.

Númi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband