Ætla Sjálfstæðismenn að styðja afturhaldsfrumvarp Jóns Bjarnasonar?

Það verður virkilegfa fróðlegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins varðandi mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar þar sem öll nýsköpun er hindruð. Ætla Sjálfstæðisþingmenn að samþykkja afturhaldsfrumvarpið sem kemur í veg fyrir samkeppni og nýsköpun. Í Kastljósi kvöldsins var viðtal við bónda að norðan sem fæst við að framleiða ís til neytenda. Það var fróðlegt að heyra hann lýsa fáránleikanum í frumvarpi Jóns Bjarnasonar. Það var athyglisvert að heyra hann lýsa því að í stað þess að stuðla að nýsköpun er ríkið frekar tilbúið að auka niðurgreiðslur til bænda.

Hvers vegna í óskupunum má ekki stokka upp þetta eilífa niðurgreiðslukerfi sem ávallt hefur viðgengist í landbúnaðinum. Nú reynir á þingmenn Sjálfstræðisflokksins og kannski væri gott hjá þeim að glugga í samþykktir landsfundarins.


mbl.is Telja mjólkurfrumvarp hindra nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Sigurður þetta er spurningin um að hafa kvótakerfi eða ekki!

Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 00:02

2 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Sjálfsæðismenn samþykkja frumvarpið það veistu Sigurður.

Magnús Gunnarsson, 13.8.2010 kl. 01:12

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það getur ekki verið að nokkur flokkur taki undir þessa vitleysu, hvar er jafnræðið? hvað má hver kartöflubóndi framleiða margar kartöflur og hvaða sektum er hann beittur framleið hann of margar kartöflur? hvað má sauðfjárbóndinn framleiða mörg kíló af lambakjöti og hvernig bregst hann við ef of margar ær eru tvílembdar? Það er ekki til heil bú í þessu, og alveg eftir ríkisstjórn sem stefnir að því að eyðileggja stýrikerfi sem miðar að því að fiskurinn okkar verði ekki ofveiddur, að setja ráðstjórnar hömlur á frjálsa samkeppni í landbúnaði.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.8.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er byrjaður að efast að Sjálfstæðisflokkurinn er yfir höfðu hægri flokkur. Hann er frekar sérhagsmunaflokkur.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.8.2010 kl. 13:07

5 identicon

Sæll.

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það heyrist hvorki hósti né stuna í þeim varðandi eitt eða neitt. Ég heyrði aðeins í Pétri varðandi Magmamáið og stóð hann sig vel þar eins og hann gerir alla jafna. Flokkurinn átti aldrei að styðja þetta stjórnlagaþing, nú fáum við hóp liðléttinga sem engan skiling hafa á rótum vandans til að krukka í stjórnaskrána. Það er ekki stjórnarskránni að kenna að bankarnir voru illa reknir og að Íslendingar ákváðu að taka lán fyrir hinu og þessu!! Þeir sem halda öðru fram skilja engan vegin rætur þess vanda sem heimsbyggðin glímir við í dag og ættu því ekki að tjá sig um þessi mál til að verða sjálfum sér ekki til skammar. Þeim fjármunum sem setja á í þessa vitleysu hefði frekar átt að ráðstafa til LHS. Sama um þessa peninga sem eyða á í þessu ESB umsókn. Af hverju tekur einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins sig ekki til og leggur fram tillögu á Alþingi um að ESB umsóknin verði dregin til baka, þá geta menn greitt um hana atkvæði og þá sér almenningur hvað einstakir þingmenn standa fyrir.

Um leið og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna opna munninn eru þeir búnir að gefa á sér höggstað en Sjálfsæðismenn gera ekkert. Það verður að núa Steingrími því um nasir að hann er í sífellu að taka 180° beygjur í hverju stórmálinu á fætur öðru (Icesave, AGS, ESB, Magma og svo vildi hann koma upp netlöggukerfi hér árið 2007 eins og Kínverjar búa við). Efnahagsstefna Samfylkingarinnar er ESB. Hvað er AGS að gera hér enn? Stýrivextir hér eru alltof háir, 8,75% ef ég man rétt, á meðan þeir eru 0,5% í USA? Svo þarf að minna fólk á "you ain´t seen nothing yet" bréfið hans Össurar.

Sjálfstæðismenn verða einnig að reka þá vitleysu ofan í vinstri menn að allt sem aflaga fór sé frjálshyggjunni að kenna. Af hverju er það ekki gert? Það er ekki frjálshyggja að þenja út ríkið eins og Sjálfstæðismenn gerðu. Hér giltu reglur og þess vegna eru mál í gangi hjá sérstökum saksóknara gegn nokkrum fjölda manna, vinstri menn telja að engar reglur hafi verið í gildi hér (og nú vilja þeir setja reglur um allt, þ.á.m. sólbekkjanotkun). Það er ekki frjálshyggja að bjarga 3 illa reknum bönkum og viðhalda alltof stóru bankakerfi. Kanarnir létu 104 banka fara á hausinn árið 2009 og í ár er útlit fyrir að enn fleiri fái að rúlla.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að taka sig saman í andlitinu og fara að veita þessu liðléttingum sem nú stjórna aðhald ellegar hætta!! Maður heyrir stundum í Bjarna Ben og þá vill hann að ríkisstjórnin fari frá. Hvers vegna? Svo hann komist til valda? Maðurinn verður að vera málefnalegri, benda reglulega á þau axarsköft sem stjórnvöld eru nánast alltaf að gera og á þeim forsendum segja að ríkisstjórnin verði að fara frá.

Jon (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband