Óæskilegar nýungar í landbúnaði í Árnessýslu.

Mikið er rætt um landbúnaðinn þessa dagana. Margir vilja leggja mikla áherslu á Beint frá býli, þannig að neytandinn geti verslað sjálfur beint við bóndann. Eitthvað virtðast áhugasamir garðyrkjubændur hafa farið framúr sér í Árnessýslu í von um skjótfenginn gróða. Upplýst er að fundist hafi efni til fíkniefnanotkunar og/eða sölu í Hveragerði,Flóahreppi og á Selfossi.

Þessir bændur hafa eitthvað misskilið átakið Beint frá býli, því þetta var örugglega ekki ætlunin heldur aðeins um hefðbundna landbúnarframleiðslu að ræða,sem átakið átti að ná til.

Annars er það furðulegt að til skuli vera fólk,sem getur hugsað sér að framleiða og selja fíkniefni,sem leggur líf margra í rúst. Því miður virðist sumum alveg sama hvaða afleiðingar gróðafikn þeirra hefur á líf annarra.Það er því gott þegar lögreglunni tekst að uppræta svona starfsemi.


mbl.is Reyndi að sturta maríjúana í klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannabis er ekki fíkniefni, það er notað til lækninga og það er fáránlegt að það sé ekki leyft, gigtarsjúklingar sem geta ekki endalaust verið á hörðum verkjalyfjum, krabbameinssjúklingar og fleiri nota þetta, en því miður ekki löglega hér á landi.

Yfir 500000 manns deyja árlega af völdum áfengis í bandaríkjunum, enginn deyr af völdum kannabis

snar (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Sigurður: Já sorglegt þegar fólk hefur ekkert betra við tíma sinn að gera en að sökkva sér ofan í þetta rugl.  Selfoss virðist vera orðinn miðstöð Suðurlands þetta varðandi.  Því miður.

@snar: alveg ertu snar, auðvitað getur kannabis skapað fíkn, þó ekki líkamlega eins og t.d. amfetamín.  En mjög raunverulega engu að síður.  Þetta vita allir fyrrverandi neytendur.  Hvaða skýrslur ertu síðan að vísa í þegar þú segir að enginn deyi af völdum kannabis?  Hvað þykist þú vita um þetta mál?

Ragnar Kristján Gestsson, 16.8.2010 kl. 18:56

3 identicon

Ragnar, sama hversu mikið þú reykir, þá getur þú ekki stútað þér, þetta vita allir fyrrverandi neytendur.

Jökull (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Jökull: Ég missti félaga minn í umferðaslysi í Danmörku fyrir nokkrum árum.  Hann ók undir áhrifum kannabisefna og lenti í kringumstæðum þar sem viðbragðsflýtir hefði bjargað lífi hans.  Bara eitt dæmi af fjölmörgum um óbein dauðsföll af völdum fíkniefnisins kannabis.  Fyrrverandi neytendur þekkja enn fleiri.

Ragnar Kristján Gestsson, 16.8.2010 kl. 20:28

5 identicon

"...fíkniefni,sem leggur líf margra í rúst."

Fíkniefni leggja ekki líf fólks í rúst. Fólk leggur líf fólks í rúst. 

lol (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 05:39

6 identicon

Ragnar, leiðinlegt að heyra um félaga þinn, en hann hefði kannski ekki átt að setjast undir stýri.

Jökull (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband