Er óunninn fiskur fluttur út og fullunninn erlendis ?

Fram kom í fréttum fyrir nokkrum dögum að þó nokkuð væri um það að fiskur væri fluttur út óunninn frá Íslandi. Í sjálfu sér væri það allt í sómanum að flytja út ferskan fisk væri það til að mæta eftirspurn í verslunum eða á veitingastöðum. Það er mjög skiljanlegt að það geti verið hagstætt.

Það sem mér fannst furðulegt við fréttina var að þó nokkuð væri um að við værum að flytja út fisk og hann væri síðan fullunninn í erlendum fiskvinnslustöðvum. Bent var á það slíkur útflutningur tekur vinnu frá fleiri hundruð manns á Íslandi og við verðum af verulegum gjaldeyristekjum.

Einnig var bent á að þessi fulvinnsla erlendis er jafnvel í samkeppni við útflutning héðan frá Íslandi.

Ég hef reyndar ekki séð mikla umfjöllun um þetta þannig að erfitt er að vita í hversu stórum stíl þetta er gert.En allavega getur það ekki verið skynsamlegt að flytja út fisk til að fóðra erlendar fiskvinnslustöðvar á hráefni til að taka frá okkur vinnu og vera í beinni samkeppni við íslenskan útflutning á unnum sjávarafurðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef heyrt að Stundum fáist  meira fyrir hann óunninn heldur en unninn svo skrítið sem það nú er.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þess eru mörg dæmi að heill, ferskur fiskur seljist fyrir betra verð en unninn fiskur með hefðbundnum aðferðum. Það er alltaf litið svo á að frysting t.d. sé fyrsta stig hráefnisskemmda.

Það sem við þyrftum að kosta kapps við að þróa er fullunnir fiskréttir beint á pönnu eða í ofninn/grillið. Það er mikið vandaverk og gengur varla nema sem mjög dýr lúxusvara seld til eins og sama kaupandans, t.d. veitingahúss.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 23:37

3 identicon

Hvort er borgað meira á Íslandi fyrir nýmeti eða frosið. Sennilega vill fólk erlendis sömu vörugæði og við og hver er kosnaðurinn við að gera ferska vöru frosna og fá fyrir hana lægra verð. (kjöt,grænmeti o.s.f.) Það er liðin  tíð að fólk hvor sem er á Íslandi eða erlendis hafi áhuga á lélegum gæðum í mat sem öðru. Að lokum ert þú til í að borga meira fyrir frosinn eða saltaðan fisk en nýjan sem nemur kostnaðinum við að frysta hann eða salta. Borga meira fyrir gamlan bíl en nýjan.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 04:02

4 identicon

Það fæst oft meira á kg upp úr sjó með því að selja ferskan fisk erlendis.  Þar af leiðandi fæst meiri erlendur gjaldeyrir með sem minnstum tilkostnaði.  Þrátt fyrir að hann fari í vinnslu í frystihúsum erlendis.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 09:04

5 Smámynd: Elle_

Ég held þetta snúist líka um tolla í löndunum sem fiskurinn er fluttur inn í.

Elle_, 16.8.2010 kl. 12:22

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skil ekkert í fiskframleiðendum að fullvinna ekki hér á landi. Við erum með lægstu laun í allri Vestur-Evrópu, þökk sé krónunni og ömurlegri efnahagsstjórn.

Við erum kannski ekki nógu dugleg að markaðssetja okkur sem láglaunaland, Kambódía Vestur-Evrópu væri eflaust ágætis slagorð.

Theódór Norðkvist, 16.8.2010 kl. 15:10

7 Smámynd: Elle_

Já, Kambódía passar vel, Theódór.   Nú, eða SPILLTA VESTRIÐ.

Elle_, 16.8.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband