Er ný ríkisstjórn á teikniborðinu?

Ég var að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN stöðinni. Þar var Ingvi að ræða um að bak við tjöldin væri verið að vinna að því að ný ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar væri væntanleg.

Þolinmæði Samfylkingar gagnvart Vinstri grænum væri á þrotum. Það gengi ekki lengur að VG stöðvaði allt. Engar framkvæmdir og all drepið niður af hálfu VG. Það sæju fleiri og fleiri hjá Samfylkingunni að þetta gengi ekki öllu lengur.

Í spjallio Ingva Hrafns var rætt um að Össur yrði forsætisráðherra, Bjarni Ben fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð utanríkisráðherra.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort eitthvað er til í þessu. Allavega sjá það allir að útilokað er að láta Vinstri græna stöðva alla möguleika á endurreisn atvinnulífsins og þar með þjóðarbúsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer um mig HROLLUR. Guð blessi Ísland.

Atli Sig (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 04:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

En hvað þá með ESB?;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.8.2010 kl. 07:42

3 Smámynd: K.H.S.

Ef einhverjir "sjálfstæðismenn# eru að ígrunda eitthvað slíkt er það að undirlægi bankafólks í flokknum. Örugglega Þorgerður Katrín kúlumær þar í fararbroddi. Síðasta stjórnarmindun sem hún kom á koppinn með vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu reyndist eins og allir vissu frá upphafi algjört feigðarflan og eins yrði um þetta rugl. Við sem höfum stutt SFl gegnum árin og var gróflega misboðið með stjórnarmynduninni eftir næstsíðustu kosningar yrðum treg til sátta eftir aðra misgjörð af því tagi er þú lýsir.

Aldrei með Samfylkingu, slík eru spor þess f´lks er aðhyllist þann flokk að um Ragnarök fyrir land, þjóð og Sfl yrði að ræða.

K.H.S., 18.8.2010 kl. 08:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samfylkingin mun EKKI hætta í þessu stjórnarsamstarfi - SF hefur eitt mál sem er ESB - það er bara hækjuflokkurinn sem mun greiða atkvæði með ESB - þrátt fyrir stefnu flokksins -

Össur forsætisráðherra - hér ætla ég að leyfa mér að setja hláturkarl

Óðinn Þórisson, 18.8.2010 kl. 08:58

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

NEi Nei og aftur nei það á að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga þar sem að við fáum að vinsa úr þá sem að við viljum að yfirgefi Íslenska stjórnsýslu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.8.2010 kl. 10:34

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Össur forsætisráðherra! Þetta væri að fara úr öskunni í eldinn.

Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur eiga að taka sig saman og mynda hér starfhæfa ríkisstjórn eins og ég hef skrifað um áður.

Jón Baldur Lorange, 18.8.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Benedikta E

Samfylkingin er ekki stjórntæk með neinum - enda einangruð úti í horni - þar verður hún.

Í næstu kosningum þurrkast Samfylkingin út........................

Ingvi Hrafn er spaugari...................

Benedikta E, 18.8.2010 kl. 12:10

8 identicon

Eini möguleikinn á nýrri ríkisstjórn er ef boðað verður til kosninga. Þá mun líklegast flokkur í ætt við besta flokkinn fá flest atkvæði og jafnvel ná hreynum meirhluta á þingi. Þá verður sko gaman!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 12:50

9 Smámynd: Benedikta E

Bjöggi - NEI - það er engin hætta á því - Bestiflokkurinn í Reykjavík hefur nú þegar séð um það að slíkt framboð verður -ALDREI- kosið aftur - dragdrottningin tók þar af allan vafa á eftir Múmínálfunum og Kardimommubænum............

NEI TAKK.................        

Benedikta E, 18.8.2010 kl. 15:06

10 identicon

ÉG kaus ekki bestaflokkin í borgarstjórnarkosningunum, en mér finnst þeir hafa staðið sig frábærlega vel með Jón Gnarr í broddi fylkingar. Aðdáun mín á borgarstjóranum okkar jókst mikið eftir að hann lét sjá sig í dragi á GayPride og ég er viss um að þau tugþúsund íslendinga sem fóru niður í bæ á GayPride eru sama sinnis. Það var varla talað um annað þennan dag en hversu vel borgarstjóri vor væri að standa sig. Það eru bara fordómafullir fýlupokar eins og þú Benedikta sem hafa eitthvað á móti borgarstjóra í dragi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:26

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bjöggi - ég geri ráð fyrir því að þú sért að grínast -

Óðinn Þórisson, 18.8.2010 kl. 17:18

12 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já, merkilegt er þetta með Jón Gnarr, telji menn mælikvarðan á góða frammistöðu að láta sjá sig í dragi. Aðrir bæjar- og sveitastjórar landsins hljóta að taka þetta til gaumgæfilegrar skoðunar. Endilega karlbæjarstjórar,mætið í viðtalstímana í kjól með litaðar varir og eyrnalokka. Konubæjar og sveitastjórar mætið í jakkafötum með bindi og brillantín greitt hár og jafnvel yfirvaraskegg.Þannig tryggið þið ykkar vinsældir samkvæmt uppskrift Jóns Gnarr.

Nei,svei mér þá. Ég væri ekki spenntur að fá Össur sem forsætisráðherra.

Sigurður Jónsson, 18.8.2010 kl. 20:42

13 identicon

Hvað segir þú Sigurður, er GayPride haldið eitthverstaðar annarstaðar en í RVK, hérna á Íslandi. Ef svo er þá væri náttúrlega bara frábært ef fleirri bæjastjórar eru tilbúnir að klæða sig í drag í tilefni dagsins.

Þið talið eins og þið vitið ekki að það er verið að halda upp á mannréttndi á þessum degi. Mér finnst bara flott að Jón Gnarr sé tilbúin að gefa skít í stöðluð viðhorf í garð kynjana og taka þátt í hátíðarhöldunum á þennan hátt. Þið eruð kannski enn á því að konur eigi ekki að láta sjá sig í buxum?

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband