27.8.2010 | 11:21
Jón Gnarr segist ekki ráða við þetta.
Það þarf svo sem engum að koma á óvart að Jón Gnarr segist ekki ráða við þetta. Jón Gnarr er leikari en ekki stjórnmálamaður. Það er reynar ansi ódýr lumma að ætla að kenna Sjálfstæðismönnum um að hann skuli ekki ráða við embættið.Það er Jón Gnarr og hans flokkur sem hlaut kosningu og þarf að axla ábyrgðina.
En í alvöru, hver bjóst við að Jón Gnarr gæti verið borgarstjóri.
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver segir að hann ráði ekki við embættið? Hann fer einmitt mjög vel af stað og er með ýmsar skemmtilegar nýjar nálganir við almenning sem borgarstóri. Sjálfstæðismennirnir ættu frekar að brosa aðeins og hætta að vera í fýlu.
----
Jón er ekki fyrsti leikarinn til að taka að sér pólitískt embætti. Ronald Reagan er talinn einn af betri forsetum Bandaríkjanna. Arnold "I´ll be back" Schwarzenagger er ríkisstjóri í Kalifornínu. Ekki verður séð að leikarar séu lakari bæjarstjórar en t.d. heimilislæknar eða stjórnmálafræðingar.
Guðmundur St Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 11:44
Hann er ekki að tala um embættið það fer ekkert á milli mála, hann er að tala um sjálfstæðismenninna sem hann þarf að vinna með.
Hann á hrós skilið þessi maður, ég bjóst ekki til mikils af honum en hann hefur svo sannarlega sannað sig.
Ingvar Ingolfss (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 12:02
Hvar hefur þú verið, Ingvar? Svafst þú af þér sumarið í súrrealískum draumi?
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 14:33
Jón Gunnar er sjálfsagt ágætis náungi, en ef það er satt að hann hafi átt við þúnglyndi að eyga þá er þetta alversta starf sem hann gat valið sér. Pólitíkusar þurfa að hafa harðan skráp, og ef hann þolir ekki að það sé ekki bros á öllum þá ætti hann nú að hugsa sinn gang, en ég ættla nú að brosa til hanns.
Eyjólfur G Svavarsson, 27.8.2010 kl. 14:58
Hvað hefur þessi ''borgarstjóri,, sannað.?Nákvæmlega ekkert,enda er honum stjórnað af Samfylkingunni.
Númi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:34
Hann tekur við algjörlega gjaldþrota búi. Hvernig á að díla við það?
Baldur Fjölnisson, 27.8.2010 kl. 21:45
Númi - Jú - því miður hefur "borgarstjórinn"sýnt og sannað að hann veldur ekki verkefni því sem kjósendur hans kusu hann til -
Við skulum bara vona að Hanna Birna geti afstýrt því að -narristarnir lendi borginni út í skurði.
Benedikta E, 27.8.2010 kl. 21:50
Döhh... , Baldur. Hann tók við búi sem r-listinn hafði keyrt í kaf og fékk það þó heldur frískara úr höndum Sjálfstæðisflokksins en hann tók við því. Samt kýs Gnarr að vinna með Samfylkingunni, sem er skilgetið afkvæmi r-listans.... en einn vottur um skynsemi og gáfnafar Gnarrsins.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 22:02
Það sýnist greinilega sitt hverjum um þetta, en það fer ekki á milli mála að Jón Gnarr er að segja undir rós að hann sé ekki að valda þessu starfi !! það er ekki umdeilanlegt, en það er kannski umdeilanlegt að hann geti ekki unnið með Sjálfstæðisflokki, það er einmitt miðpunkturinn í þessu máli.
Guðmundur Júlíusson, 27.8.2010 kl. 22:56
Gnarrinn hefur minnimáttarkennd gagnvart Hönnu Birnu því hann veit að hún veldur því verkefni sem hann á að valda en gerir ekki.
Benedikta E, 28.8.2010 kl. 01:21
Mikil er ykkar viska, ég segi nú ekki annað en það.
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 28.8.2010 kl. 08:32
Hvers vegna skilaði Hanna Birna Orkuveitunni gjaldþrota ef hún ræður við verkefnið?
Það vill svo til að ég man nokkuð umræðuna um OR og skuldir hennar í aðdraganda kosninganna til borgarstjórnar. Og þessi ógnvænlega skuldastaða barst í tal.
Það eina sem Hanna Birna vildi segja um málið var að hún teldi að unnt væri að forða því að hækka orkureikningana. Það yrðu bara fundnar leiðir til þess.
Jón Gnarr og hans fólk hefði áreiðanlega tekið slíkum lausnum fegins hendi ef þær hefðu verið í boði hjá Hönnu Birnu.
Er þessi umræða ekki orðin svolítið niðurlægjandi í tilliti heilbrigðarar dómgreindar?
Árni Gunnarsson, 28.8.2010 kl. 10:06
Það kann að vera, Árni, að við séum að setja okkur niður á svolítið lágt plan að vera að ræða þessa vitleysu borgarstjórans.
Ég skil samt ekki hvernig þú ferð að því að tengja Hönnu Birnu og Orkuveituna inn í umræður um aumingjaskap og athyglisskýki Jóns Gnarr.
Fyrst það er þó komið upp þá skulum við hafa það alveg á hreinu að slæmt staða Orkuveitunnar varð til á valdatíma r-listans. Í borgarstjóratíð Hönnu Birnu átti sér stað markviss vinna að því að spara og hagræða innan Orkuveitunnar svo ekki þyrfti að velta allri byrðinni á neytendur. Þetta setti borgarstjórn sk. Bezta folkks í uppnám með því að reka forstjórann fyrirvaralaust og auglýsa stórfelldar gjaldskrárhækkanir.
Ég held, Árni, að við séum báðir menn til að halda okkur við staðreyndir í rökvissri umræðu þó við getum svo farið út um víðan völl þegar gamanið geysar.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 11:12
Emil Örn: Ég sýndi fljótfærni við ritun þessarar færslu og biðst afsökunar á því. Ég áttaði mig ekki fyrr en ég hafði sent að ég var að taka til máls um efni sem ekki var meginerindi bloggritara.
Ég var bara orðinn svo reiður vegna þeirra fjölmörgu sem hafa ráðist að Jóni Gnarr vegna hækkana á gjaldskrá OR.
Það er ódýrt og ómerkilegt að kenna honum um óstjórn OR. Nóg hefur hann nú samt mannbjálfinn til að gera gys að.
Ekki má þó skoppa framhjá ástæðunni fyrir því að Jón Gnarr tók borgina með bravör. Enginn færði rök fyrir hæfileikum hans en flestir voru sammála um vanburði gömlu flokkanna og tóku að sér að refsa þeim með þá von í brjósti að vinnubrögð þeirra myndu skána. Ekki eru þær væntingar að rætast.
Jón Gnarr er borgarstjóri í boði fyrri meirihluta borgarstjórna og allrar okkar spilltu stjórnsýslu um áraraðir.
Árni Gunnarsson, 28.8.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.