Á núverandi biskup nema einn leik eftir í stöðunni?

Það var áhrifaríkt að horfa og hlusta á Sigrúnu Pálínu í Kastljósþætti kvöldsins. Það fór um mann hrollur þegar hún lýsti atburðunum með þáverandi biskup. Að þarna skuli hafa verið á ferðinni æsti maður þjóðkirkjunnar er hryllilegt. Að kynferðiafbrotamaður skuli hafa gegnt æðsta embætti innan kirkjunnar er svo ótrúlegt og jafnframt ógeðslegt.

Lýsingar Sigrúnar Pálínu á því hvernig krikjunnar menn tóku á málum hennar er sorglegt. Í framhaldinu varð þessi kona fyrir ofsóknum og margir sem létu hana heyra það. Ömurleg lífsreynsla til viðbótar hjá konu sem vildi réttlæti og að sannleikurinn kæmi í ljós.

Miðað við hvernig núverandi biskup séra Karl hefur brugðist við og hvernig Sigrún Pálína segir frá samskiptum sínum við hann á biskup eingöngu einn möguleika í stöðunni. Hann verður að segja af sér.

Eigi kirjan að vera áfram sá björgunarhringur og akkeri fyrir almenning í landinu verður ný trúverðug forysta að vera hjá þjóðkirkjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Hann var ekki trúverðugur í kastljósinu blessaður biskupinn, fannst hún Sigrún trúverðugri. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Varstu fyrst núna að fatta þetta?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðmundur Paul

við skulum ekki víkja frá grundavallarhugmyndum réttarríkisins að hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð með dómi. ég er ekki búinn að gleyma dómstóli götunnar í geirfinnsmálinu og þætti gulupressunnar í því, ég er ekki heldur búinn að gleyma öllum þeim árásum sem davíð og sjálfstæðisflokkurinn urðu fyrir í upphafi baugsmálsins. Ég er ekki tilbúinn í að umbreyta sögunni heldur að reyna að læra af henni.

Guðmundur Paul, 28.8.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828308

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband