Svavar Gestsson semur nýja Icesaverevíu. Gerir Davíð og Ögmund að hetjum.

Einn er sá maður sem búast hefði mátt við að hefði hægt um sig eftir að hafa gjörsamlega klúðrað Icesave samningunum á sínum tíma. Svavar segir núna að mjög almenn ánægja hafi verið með þann Icesave samning sem hann skrifaði undir. Reyndar hafa nú fáir heyrt talað um ánægjuyfirlýsingar hjá öðrum en Steingrími J. og Jóhönnu verkstjóra.

Það er ótrúleg níræfni hjá Svavari að koma nú fram á sjónarsviðið og ætla að gorta sig af Icesaveklúðri sínu. Svavar kennir Ögmundi um að samningurinn fékk ekki endanlegan stimpi og þjóðin þyrfti að blæða. Einnig kennir hann Davíð Oddssyni um að Svavarssamningurinn komst ekki á koppinn.

Með þessum skrifum er Svavar að gera hlut Ögmundar og Davíðs Oddssonar ansi stóran. Hann er raunverulega að segja að þessir menn hafi bjargað því að Íslendingar voru ekki látnir greiða Bretum og Hollendingum tugi milljarða sem okkur ber engin skylda til.

Eflaust hefur tilgangur Svavars með revíukenndum skrifum sínum verið að gera hlut Ögmundar og Davíðs líktinn og sýna fram á skemmdarfíkn þeirra. Það er eins og hann átti sig ekki á því að með skrifunum gerir hann hlut þeirra félaga að bjargvættum í Icesavemálinu.

Samkvæmt skilgreiningu Svavars er það Davíð og Ögmundi að þakka að Íslendingar sluppu við S vavarssamninginn. Gott að fá þetta staðfest af fyrrverandi formanni Icesave samninganefndarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband