10.9.2010 | 11:42
Hvað með landsdóm og Jóhönnu ?
Landsmenn bíða nú spenntir eftir niðurstöðu þingnefndar. Verður niðurstaðan sú að draga fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm vegna meintrar vanrækslu í starfi. Það væri einsdæmi og spurning hvaða afleiðingar það hefði. Reyndar liggur það vitanlega alls ekki fyrir að þær yrðu dæmdir jafnvel þó ákvörðun væri að kæra þá fyrir landsdómi.
Annars er furðulegt að Jóhanna Sigurðardóttir skuli sleppa við að fylgja með í pakkanum eigi að ákæra ráðherra fyrir vanrækslu.
Jóhanna var sjálf á vaktinni þegar hrunið átti sér stað. Hún var ráðherra í þáverandi ríkisstjórn og hlýtur að hafa kynnt sér málin og verið upplýst. Gerði hún eitthvað til að stöðva vitleysuna?
Svo er líka spurning sé verið að tala um að kæra ráðherra fyrir vanrækslu hvort það gildi ekki einnig um núverandi ráðherra. Hvað með Jóhönnu sem vildi láta þjóðina borga Bretum og Hollendingum fyrir Icesave. Sú ákvörðun hlýtur að teljast til vanrækslu að hafa komist að þeirri niðurstöðu.
Það var forsetinn og þjóðin sjálf sem bjargaði málum. Jóhanna sat heima og greiddi ekki atkvæði.
Jóhanna beitti þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég velti því oft fyrir mér hvaðan fólk fær þessa flugu í höfuðið að það sé möguleiki að borga einfaldlega ekki Bretum og Hollendingum. Deilan snýst um útfærsluatriði, vexti og þvíumlíkt. Það er enginn ágreiningur í stjórnmálaheiminum um að við verðum að borga þetta. En ég vil ekki vera of harður því ég veit virkilega ekki hvaðan fólk fær þessa hugmynd um að borga einfaldlega ekki. Ríkið þjóðnýtti bankana og gerðist þar með ábyrgt fyrir þá, enda markmiðið, til þess að reyna að halda þeim á floti, sem vitaskuld mistókst. Endilega fræddu mig um þetta, því mér skal gjarnan snúast hugur.
Hvað varðar það að Jóhanna Sigurðardóttir beri ábyrgð á bankahruninu finnst mér bara magnað í einu orði sagt. Hún var hvorki viðskipta- né fjármálaráðherra og eins og frægt er var hún önnum kafin við að gera vinnuna sína, ólíkt mörgum öðrum stjórnmálamönnum. Ég vinn sem forritari fyrir fyrirtæki þar sem ég veit vel að ýmislegt bregður út af í sölu og útlitshönnun, en hvað á ég að gera í því? Hvað átti Jóhanna að gera öðruvísi? Hvað hefði hún átt að gera öðruvísi sem félagsmálaráðherra?
Síðast en ekki síst finnst mér það stórmannlegt af henni, eins og maður er nú búinn að læra að búast við af henni, að reyna að tala Björgvin G. Sigurðsson á að líta á landsdóm með jákvæðni. Ímyndaðu þér Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson eða Bjarna Benediktsson að gera nokkuð slíkt. Þeir myndu einfaldlega hunsa hugmyndina.
Að lokum vil ég fullyrða að það sé kraftaverki líkast hversu vel hefur tekist á Íslandi með hliðsjón af bankahruninu. Kraftaverki líkast. Það er ótrúlegt að svo stuttu eftir hrun séu farnar að myndast vonarglæður í efnahagslífinu.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 16:45
Sammála hverju einasta orði Helga Hranfs.
Jónína (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.