Geir H.Haarde var samviskusamur og heiðarlegur stjórnmálamaður.

Það hljóta margir að vera hugsi yfir því hvert meirihluti þingnefndarinnar um rannsóknarskýrslunnar stefnir.Ætli þingmenn að taka ákvörðun um að kæra 4 fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Hvað á eiginlega að vinnast með því. Dettur einhverjum í hug að Atli Gíslason sé að vinna ópólitískt í þessu máli?

Ef á annað borð á að fara að ákæra einhverja stjórnmálamenn fyrir hrunið þarf þá ekki að fara mun aftar í tímann. Ætla Framsóknarmenn ekki að taka á sig neina ábyrgð?

Eigum við að standa frammi fyrir því að einhverjir fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir en þeir sem ollu öllu hruninu útrásarvíkingar og bankamenn sleppi.

Að mínu viti er fáránlegt að ætla að brigsla Geir H.Haarde um vanrækslu. Ég er viss um að allir sem eitthvað þekkja til starfa hans vita að þar er á ferðinni samviskusamur maður og heiðarlegur.

Það er skelfilegt þegar þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum geta lagst svo lágt í von um sundarvinsældir að ætla sér að kæra Geir fyrir landsdómi.

Vonandi áttar meirihluti þingmanna sig á að svona vinnubrögð munu engu skila. 


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir VAR kannski samviskusamur og heiðarlegur einhvern tíma áður fyrr, en framapotið gerði hann að því ómenni sem hann er í dag.

Baldur Konráðsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:40

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Geir Haarde var gunga sem brosti bara sitt fallegasta bros og reyndi að vera vinsæll. Hann átti aldrei að verða forsætisráðherra. Hann stóð sig engan veginn í því embætti. Slíka menn á auðvitað að draga til ábyrgða.

Úrsúla Jünemann, 12.9.2010 kl. 22:15

3 identicon

Ég hef ekki mikið verið á línu fjórflokksins í gegnum tíðina í pólítík.  Ég vara við því ef þjóðin ætlar að leyfa valdinu sem er bak við tjöldin að sleppa með því að leyfa þeim að fórna 4 fv. ráðherrum eða svo til að hylja sporin sem vísa okkur leiðina hvað raunverulega gerðist. Afhverju sat ríkasti þingmaðurinn á Alþingi Atli Gíslason hrl formaður nefndarinar hjá í atkvæðagreiðlunni um hvort ætti að rannsaka einkavinavæðingu bankanna? Tilagan féll á jöfnu í nefndinni og það vakna hjá mér spurningar hvort formaður sé hæfur til að fara með hlutverk formanns þegar menn geta ekki tekið afstöðu í svona máli se kallar eftir

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef alltaf litið á Geir sem góðan mann sem vildi gera vel. Mér finnst eins og það sé verið að hengja fjóra bakara fyrir þrjátíu smiði með þessari ákvörðun.

Ég er líka ánægð með Margréti Frímanns að koma fram og segja sitt álit..synda móti straumnum.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.9.2010 kl. 06:32

5 identicon

Heyrðu Siggi...ertu kannski að meina að Geir hafi fengið upp í hendurnar nánast gjaldþrota land....og hvað stöndum við þá uppi með....jú eins og pílurnar benda alltaf á fyrir rest...Davíð Oddsson

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 08:46

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála og tek undir með Sigurbjörgu

Jón Snæbjörnsson, 13.9.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband