Stefna AGS að heimili almennings séu boðin upp. Vinstri stjórnin hlýðir.

Fram hefur komið hjá ráðamönnum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé mjög mótfallinn því að almenningi sé hjálpað til að halda húsnæði sínu. Þetta kom m.a. fram hjá Ögmundi ráðherra.

Það eru því litlir möguleikar á þessari blessaðari skjaldborg um heimilin sem Samfylkingin og Vinstri grænir hafa talað svo fallega um.

Við erum sem háð duttlungum AGS og þeir sýna enga miskunn og það eru sem sagt þeir sem stjórna landinu. Holskefla nauðungaruppboða er framundan og Ögmundur sagði að svona væri þetta bara. Rétt að benda á að Ögmundur er fyrrverandi formaður í stéttarfélagi.

Hafi einhverjir alið þá von í brjósti að eitthvað raunhæft ætti að gera fyrir almenning þá er svo von fokinn út í buskann. Það er AGS sem stjórnar landinu.


mbl.is Fjalla um Ísland næsta miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur ætíð vakið furðu mína að fólk, sem virðist geta hjálparlaust hneppt skyrtu, skuli halda að AGS eigi að vera einhverskonar góðgerðastofnun. Að þeir eigi að sýna smá miskun og gefa okkur þá peninga sem okkur vantar. Ég geri mér þó grein fyrir því að Íslendingar eru ekki vanir því að lánveitandi neiti að lána nema greiðslugeta sé sem best tryggð. Hér fékk fólk að kaupa bíla og hús á lánum sem ekki var möguleiki á að fólkið gæti greitt, jafnvel þó ekkert hrun hefði orðið. Þannig halda Íslendingar að lánastofnanir eigi að vinna. AGS á að lána okkur nokkur hundruð milljarða en ekkert að vera að pæla í greiðslugetu. Þjóðarsálin er föst í 2007. Græðgi, frekja og óbilandi trú á að allir aðrir skuldi okkur og við þurfum ekkert að borga frekar en við viljum.

Jolli (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 01:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jolli, það getur vel verið að þú hafir fjárfest langt umfram greiðslugetu, jafnvel þó ekkert hrun hefði orðið. Það eru alltaf einhverjir slíkir til.

Flest fólk fjárfestir þó ekki meira en svo að það ráði við sínar skuldbindingar, miðað við þær forsendur sem eru þegar fjárfestingin fer fram. Mjög margir gera ráð fyrir einhverjum uppákomum, en það getur enginn gert ráð fyrir því sem skeði haustið 2008. Sjálfur var ég í góðum málum, átti mína gömlu bíla skuldlausa og nærri 50% í íbúðinni minni. Enn get ég staðið í skilum en ekki er víst hversu lengi það varir. Það var nefnilega fleira sem skeði haustið 2008 en bara bankahrun, atvinnumarkaðurinn hrundi einnig. Ég er svo heppinn að hafa vinnu en þurfti þó að taka á mig töluverða launaskerðingu auk þess sem nánast enginn möguleiki er á að auka tekjurnar með yfirvinnu. Þetta ásamt því að lánið á íbúðinni hefur stökkbreyst veldur því að ég á varla til hnífs og skeiðar lengur. Ef ég vildi nú selja íbúðina er það ekki hægt, fasteignamarkaðurinn er frosinn, enda leysir það ekki vandann einhverstaðar verður maður að sofa. Bílana gæti ég selt, en þá þurfum við hjónakornin að segja upp vinnunni, það er frekar lítið um strætó á landsbyggðinni.

Að tala um að við séum að fara fram á að AGS sé einhver góðgerðarstofnun er út í hött. Ef við endilega viljum leifa þessari stofnun að stjórna landinu okkar, er lágmark að ætlast til þess að AGS stjórni með þeim hætti að fjölskildurnar geti lifað af. Það er til lítils að hjálpa ef hjálpin felst í því að koma öllum á hausinn.

Þú talar einnig um græðgi, frekju og að allir aðrir skuldi okkur og við þurfum ekki að borga. Vissulega eru slíkir menn til, en hinir sem standa við sínar skuldbindingar eru þó miklu fleiri, enda ekki um annað að ræða. Lánastofnanir hafa séð vel til þess að enginn meðal Jón sleppi við slíkt.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 08:48

3 identicon

Það að ætlast til að stjórnvöld hagi sér skynsamlega í fjármálum er ekki "að stjórna landinu". Stjórnvöldum er frjálst að gera hvaða vitleysu sem þau vilja, við bara fáum þá hvergi lán. Að halda það að hægt sé að dæla lánsfé ríkisins í neysluskuldir almennings þegar við þurfum hverja krónu í það að halda þó lágmarks þjónustu og atvinnustigi í landinu eru draumórar. Þetta er svipað og kartöflubóndi sem fær útsæði lánað. Hann getur ekki borgað það aftur að hausti ef hann borðar það áður en það kemst í jörð.

Jolli (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband