Fróðlegt að fylgjast með Framsókn.

Það verður sérstaklega athyglisvert að fylgjast með þingmönnum Framsóknarflokksins í atkvæðagreiðslum um ákærur á fyrrverandi ráðherra Sjálfsæðisflokks og Samfylkingar.

Það liggur alveg ljóst fyrir að Framsóknarflokkurinn átti mikinn og stóran þátt í einkavæðingu bankanna. Um langan tíma fór Framsóknarflokkurinn með yfirstjórn bankamála og einnig með yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins. Framsóknarflokkurinn fór um tíma með forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Miðað við söguna væri það því fáraánlegt fari svo að fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm, en fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins sleppi.

Svo er það einnig fáránlegt ef Ingibjörg Sólrún verður dregin fyrir landsdóm en Jóhönna og Össur sleppa. Fróðlegt að fylgjast með hvernig þau greiða atkvæði.

Einnig er það nöturlegt að Steingrímur J. setji sig nú á háan hest og vilji ákæra fyrrum ráðherra. Steingrímur J.ætti a'ð líta sér nær og skoða klúðrið í Icesave. Verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir hlýtur að koma tillaga um að Steingrímur J. verði dreginn fyrir landsdóm og ákærður fyrir vinnubrögðin í Icesave.

 

 


mbl.is Umræða um málshöfðun hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála þér Sigurður í einu og öllu aldrei þessu vant. Þrautseigja Steingríms við að láta okkur "fá að borga" þetta helv.... IceSave glæpaverk er með ólíkindum! Að sjálfsögðu ætti að draga hann fyrir rétt vegna þessarar þráhyggju sem er til þess eins fallin að auka álögur á íslenskan almenning. Og á meðan sitja glæpahundarnir í friðhelgi í risa-ofur-lúxus-villunum "sínum" og hlæja að okkur aumingjunum.

corvus corax, 27.9.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

það er fyrnig sem kemur í veg fyrir að þeir eru kærðir, en auðvitað er það algjör vitleisa, það er fáranlegt að nokkur sakamál fyrnast, það bara hjálpar þeim seku.

Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband