Er ný bylting framundan?

Reiði meðal almennings er sífellt að aukast vegna þess að stjórnvöld eru ekki að gera nógu mikið til hjálpar illa stöddu fólki. Hér á Suðurnesjum á að bjóða upp á framhalduppboði um 100 íbúðir. Atvinnuleysi er mikið á Suðurnesjum. Ekki tekst að koma neinum atvinnutækifærum af stað vegna andstöðu Vinstri grænna.

Íbúum fækkar og sveitarfélögin verða væntanlega að taka við því fólki sem missir sitt húsnæði. Þannig munu tekjur sveitarfélaga minnka en útgjöld aukast verulega.

Það er því ekki skrítið að almenningur sé að missa þolinmæðina. Vinstri grænir hljóta að skilja það manna best að sú stund nálgast að gerð verði ný búsáhaldabylting og þessari Vinstri stjórn verði komið frá.

Eina sem vit væri í núna er að boða til kosninga, þannig að þeir sem sitja á Alþingi yrðu að reyna að endurnýja umboð sitt og að nýju fólki gæfist kostur á að setjast á þing. Það er eina leiðin til að eitthvað jákvætt geti gerst.


mbl.is Viðbúnaður með venjulegu sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞJÓÐSTJÓRN EÐA UTANÞINGSSTJÓRN ER ÞAÐ SEM KOMA SKAL.BURT MEÐ ALLA ÞÁ ER SÁTU Á VALDASTÓLUM Á HRUNTÍMABILINU,HÉR ÞARF AÐ STOKKA UPPÁ NÝTT.

Númi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, þú ert bjartsýnn. Hvaða "nýja" fólki verður okkur kjósendum boðið upp á af hálfu kerfisflokkanna? Flokkarnir munu stilla upp sama gamla liðinu sem er flokksmaskínunum þóknanlegt. Það er því um tómt mál að tala um kosningar núna.

Eins og Númi segir; "hér þarf að stokka uppá nýtt."

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jú það verða miklar breytingar innan gömlu flokkanna. Nýtt framboð verður örugglega mun sterkara en Borgarhreyfingin var síðast.

Ég get varla ímyndað mér að margir vilji Steingrím J. og Jóhönnu áfram.

Sigurður Jónsson, 30.9.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, þú ert sjálfstæðismaður og vilt þínum flokki vel. En það eru reginmistök hjá flokknum þínum að byggja fylgi sitt á óánægjufylgi frá öðrum flokkum.

Flokkurinn þinn verður einfaldlega að GERA BETUR en hinir og henda út sínum Steingrímum og Jóhönnum af framboðslistunum.

Stefnan sjálf er ekki svo galin - en henni verður eflaust stolið eins og öðru sem enginn hirðir um.

Kolbrún Hilmars, 30.9.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband