Óbreyttum þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna blöskrar aðförin að landsbyggðinni.

Fram hefur komið á mörgum mótælafundunum að undanförnu að mörgum þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna blöskrar aðförin að landsbyggðinni sem fram kemur í boðuðum niðurskurði á heilbrigðissviðinu.

Hreint ótrúlgt að hafa hent svona hugmyndum fram og hvorki rætt þær við þingmenn í kjördæmunum, sveitarstjórnarmenn eða starfsfólk viðkomandi stofnana.

Mörður Árnason boðaði það í Silfri Egils í dag að ef stjórnarflokkarnir kæmu ekki fjárlögunum í gegn þá væri Vinstri stjórnin búin að vera og rétt væri að efna til þjóðstjórnar.

Auðvitað sjá það allir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum að þessi tær Vinstri stjórn er búin að vera þótt hún reyni eitthvað að sitja áfram.


mbl.is Munu fjárlögin njóta þingmeirihluta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var hálf ömurlegt að hordfa á Silfrið.

Mörður virtist staddur í einhverjum draumaheimi og greinilegt að hann áttar sig engvan veginn á alvöru málsins. Hann kvartaði undan því að þingmenn úr samstarfsflokknum væri ekki nógu trúir, en nefndi ekki samflokksfélaga sína sem nú standa upp á hverjum fundinum af öðrum og segja að fjárlagafrumvarpið gangi ekki upp!

Björn Valur kom með staðlausa stafi eins og hann er vanur og bullaði út í eitt. Sakaði stjórnarandstöðuna um að vilja ekki koma og draga stjórnina upp úr forarpyttinum sem hún er búin að koma sér í, einnig sakaði hann stjórnarandstöðuna um að koma ekki með tillögur til úrbóta. Björn Valur hefur oft gerst sekur um að niðurlægja kjósendur og líta niður til þeirra. Enn gerir hann það!

Stjórnin ER fallin, það á bara eftir að tilkynna andlátið!!

Gunnar Heiðarsson, 11.10.2010 kl. 01:40

2 Smámynd: Elle_

Satt, Gunnar.  Björn Valur er harður í að halda uppi grimmd Jóhönnustjórnarinnar gegn almenningi og hvort sem er í burtrekstri lækna úr landinu nánast, jafnframt ómanneskjulegum lokunum sjúkrahúsa, eða ólöglegu Icesave þar sem stjórnarflokkarnir voru tryggir Bretunum gegn okkur.  Nema Lilja Mósesd. og Ögmundur.

Elle_, 11.10.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband