Nóg til af peningum hjá Vinstri stjórninni ?

Eflaust getur það verið hið besta mál að efna til stjórnlagaþings. Spurningin er aftur á móti hvort fólkinu á landsbyggðinni sem missir vinnuna vegna niðurskurðar muni líða eitthvað betur þótt 25-30 vitringar sitji á stjórnlagaþingi í nokkra mánuði til að skiptast á skoðunum um stjórnarskrána. Ég er alveg sannfærður um að margir hefði frekar kosið að umræddur hálfur milljarður væri notaður til að draga úr niðurskurðinum.

Annars virðist nóg til af peningum hjá Vinstri stjórninni í suma hluti. Búin er til ný embætti fyrir fyrrverandi þingmenn eins og Guðjón Arnar og Bjarna Harðarson. Eitthvað kostar það.Það hefur verið bætt við miklum fjölda ríkisstarfsmanna hjá Vinstri stjórninni eftir að hún tók.

Ég skora á einhvern þingmanninn að leggja fram fyrirspurn á Alþingi,þar sem óskað verður eftir upplýsingum um kostnað vegna nýrra ráðninga starfsmanna hjá ríkinu eftir að Vinstri stjórnin tók við. Það gæti örugglega verið fróðlegt að sjá það svar.


mbl.is Hálfur milljarður í stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. 

Hér er verið að sóa verðmætum sem betra hefði verið að nota í annað. Það er ekkert vit í að setja hóp manna í að krukka í þessu mikilvæga plaggi sem þessi sami hópur hefur lítinn sem engan skilning á.

Orsaka hrunsins er ekki að leita í stjórnskipan, stjórnarskrá eða hjá eftirlitsaðilum. Því miður hefur of mörgum liðist að þvaðra um þetta og enn margir virðast kokgleypa þessa rökleysu. Því spyr ég þá sem halda að breytt stjórnarskrá muni bjarga öllu: Hvaðan kom allt það fé sem skyndilega var hægt að lána út um alla koppa og grundir bæði hér og erlendis? Varð bara hrun á Íslandi? Sumir kalla Sjálfstæðisflokkinn hrunflokk, þýðir það að Sjálfstæðismenn bera líka ábyrgð á hruninu í t.d. Bretlandi og Bandaríkjunum? Er það hrun líka íslensku stjórnarskránni að kenna?

Þegar fólk sem skilur ekki rót vandans ætlar að leysa hann getur ekkert komið út úr því annað en della :-(

Jon (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mætum við ekki öll á völlin og styðjum landsbyggðina á fimtudaginn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2010 kl. 20:18

3 identicon

En átt þú ekki nó af peningum til að borga þínar skuldir

CaCna (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir áskorun þína Sigurður og vek athygli á því að þessi ríkisstjórn hefur það eitt afrekað að sundra þjóðinni með langtíma þrasi um ESB aðild og á meðan á því þrasi stóð þá gerðist ekkert gagnlegt því Jóhanna lokað glugganum og beið eftir því að Steingrímur kláraði verkið. 

Þegar Jóhanna hafði komið þessu eina máli sínu í höfn þá tók við Icesave og það var hjartans mál Steingríms að koma ríkisábyrgð á Icesave reikninga eða skuldir Landsbankans.  Það skiptir ekki máli hvað þetta heitir því að okkur Íslendingum sem þjóð kemur þetta ekkert við. 

Ef við hefðum haft eitthvað  annað en bavíana, tildæmis fólk sem nennti að tala og þorði að segja það sem þurfti í upphafi þá væri þetta mál löngu dautt.  Eftir stæði bara ákæra á hendur Bretum og skaðabóta krafa vegna  hryðjuverka sem þeir unnu hér.    

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband