28.10.2010 | 23:46
Er bjartara framundan á Suðurnesjum? Steingrímur J. vill slíðra sverðin.
Hann var fjölmennur borgarafundurinn í Stapanum í dag. Það fór ekkert á milli mála að mikill hiti er í mönnum á Suðurnesjum vegna þess hversu allt gengur hægt í atvinnuuppbyggingu. Langvarandi atvinnuleysi, fólk að missa húsnæði sitt, fólk að gefast upp, fólk að hverfa til útlanda o.s.frv.
Hörð gagnrýni kom einnig fram um niðurskurðinn á Sjúkrahúsinu og bent á að um langan tíma hefðu framlög frá ríkinu til Suðurnesja verið mun lægri en til annarra landshluta.
Það var Steingrímur J. sem var fyrst og fremst til svara fyrir Vinstri stjórnina. Steingrímur J. sagðist gjarnan vilja slíðra sverðin og menn ræddu saman um lausnir til að efla atvinnulífið.
Fram kom hjá Steingrími J. að ríkisstjórnin stæði ekki í vegi fyrir uppbyggingu álvers í Helguvík og annarra verkefna sem væru í pípunum hér.
Suðurnesjamenn hafa sýnt mikið langlundargeð en varla er hægt að ætlast til að það vari endalaust. Steingrímur J. og hans fólk fær því ekki langan tíma til að sýna almennilega í verki að það sé meining á bak við það að laga ástandið á Suðurnesjum.
Það skiptir öllu fyrir Suðurnesin og reyndar landið allt að það takist að koma þeim fjölmörgu verkefnum sem eru á lokastigi virkilega í gang.
Ráðamenn á Suðurnesjum verða strax í næstu viku að óska eftir fundi með ríkisstjórninni til að fara yfir málin eftir viljayfirlýsingu Steingríms J. um samvinnu við heimamenn til að koma málum áfram.
Það skiptir miklu að ekki bara Steingrímur J. vilji slíðra sverðin, heldur verða Svandís, Álfheiður og Ögmundur einnig að gera það.
Það eina sem Suðurnesjamenn þrá er að eitthvað jákvætt gerist í atvinnumálunum. Það er númer eitt,tvö og þrjú. Gerist það þá leysast svo mörg önnur mál í leiðinni.
Hefur ekkert með ríkið að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steingrímur er það sem hann er og alltaf verið, ,,kommúnisti''! Honum er vart treystandi fyrir horn!
Hann hefur reynt að þvinga yfir okkur ,,nýstalíníska'' stefnu. Það er að mistakast og hann er að átta sig á þvi að hann kemst ekki lengra með úrelta hugmyndafræði sína og Indriða Þ. Þeir eru komnir upp að vegg í sínum eigin flokki. Samfylkingin er margklofin, ónothæfur forsætisráðherra sem er stýrt af afætum í stjórnarráðshirðinni! Hún segir ekki orð öðruvísi en að það sé forskrifað af Einari Karli! Skynsamir þingmenn í báðum flokkum eru fyrir þónokkru búnir að sjá það að þetta gengur ekki lengur og þrýstingurinn vex á forystu beggja stjórnarflokka að viðurkenna getuleysi sitt og víkja.
Elías Bj (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 00:10
Sigurður: Batnandi mönnum er best að lifa. Kannski að við verðum að fara að semja um Icesave, því þótt ég hafi staðið einarðlega á móti síðasta samningi, er mér ljóst að leysa verður þetta mál eins hratt og hægt er. Stór lán frá Fjárfestingabanka Evrópu eru í pípunum fyrir Landsvirkjun og þau eru strand út af þessu máli. Þegar lán fara að berast í nýjar framkvæmdir hér á landi, losnar um aðra lánamöguleika til meiri framkvæmda, t.d. fyrir norðan.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.10.2010 kl. 08:12
Eftir að Steingrímur er búnn að gera allt sem honum getur hugkvæmst til þess að halda Suðurnesjunum niðri, neyðist hann til að viðurkenna að nú sé bjartara framundan. Það getur ekki staðfað af öðru en því að hann sjái ekki fleiri leiðir til þess að berjast gegn þessu landshorni, sem hefur það eitt til saka unnið að vera eins fjarlægt hans heimasveit og orðið getur hér á landi. Bestur væri Steingrímur ef hann héldi sig heima og fengist við eitthvað sem hann hefur vit á. Þannig gæti hann hugsanlega orðið þjóðinni að gagni og yrði það skemmtileg tilbreyting.
Magnús Óskar Ingvarsson, 29.10.2010 kl. 08:57
Það er skömm sem lengi mun lifa hvernig komið er fram við suðurnesjamenn og bæjarfélögin á Reykjanesi.Hvernig leyfa þau sér Jóhanna og Steingrímur, fólk sem hefur lifað megnið af sinni starfsævi á ríkisjötunni og tekið þar stærstu og bestu tuggurnar fyrir sig og sína,að stíga ofaná fólkið í þessum byggðum og bregða fæti fyrir alla atvinnuuppbyggingu á svæði sem í gegnum aldir hafa skaffað stórar sneiðar í þjóðarkökuna.
Guðbjörn,er nokkuð mál að draga á þessar lánalínur sem við eigum ónýttar frá norðurlöndunum og búið er að gefa lausar til greiðslu. Lána Landsvirkjun til virkjunarframkvæmda og reyna að gefa hjartastopp atvinnuuppbyggingu stuð og vona að ekki sé búið að standa oflengi yfir sjúklingnum án þess að gera neitt.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.