Geir ákærður, Halldóri hampað.

Eins og lífið sjálft getur pólitíkin oft verið ansi ósanngjörn. Á sínum tíma gafst Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins upp við að gegna starfi forsæptisráðherra. Það kom í hlutskipti Geirs H.Haarde að taka við embættinu.

Halldór fékk vel launað starf hjá Norðurlöndunum og var laus allra mála þrátt fyrir alla einkavæðingu bankanna og að Framsóknarflokkurinn lagði húsnæðiskerfið í rúst.

Hlutskipti Geirs var svo að fá á sig ákæru og að verða dreginn fyrir landsdóm.

Og enn heldur vitleysan áfram. Halldór fær endurráðningu í sína flotta starfi í Kaupmannahöfn. Eins og í fleiri málum vita Vinstri ráðherrarnir ekkert fyrr en allt er um garð gengið.

Mörgum finnst skrítið að eftir fréttir um milljarða afskriftir hjá fjölskyldufyritæki Halldórs skuli hann verðlaunaður með áframhaldandi starfi hjá Norðurlöndunum.

Þetta er hreint fáránlegt að Halldór Ásgrímsson sé endurráðinn í flott starf á meðan Geir H.Haarde er ákærður.

Hvernig má það vera að norrænir ráðherra ræði ekki saman um sinn framkvæmdastjóra.


mbl.is Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Flestir hafa séð í gegnum Halldór. Geir verður meiri að mönnum með því að hafa orðið blóraböggullinn í þessu máli.

En því miður, þegar fjármálakerfið var að hruni komið, höfðu hvorki Geir, Ingibjörg, né Björgvin vit á málum, til að taka af skarið til að gera einhverjar ráðstafanir. Því fór sem fór. En er þér sammála um að Geir einn á ekki að taka skellinn.

Halldór sat í mörg ár við kjötkatlana og kom ár sinni vel fyrir borð. - Ætlar einhver að gera eitthvað í því?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828350

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband